Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 12

Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 12
84 FREYJA VIII. 4 að hún gæt.i einnig verið livassmælt. „Frú IIunter,“ sagði ég vandræðalega og hneigði mig, Hún gaf því engan gamn, heldur leit á mig drembi- lega og sagði, að væri ég læs ætti ég að sjá hvað þetta þýddi. Eg var samt engu nær, að vísu kannaðist ég við nafnið, en sá ekki að það stæði í neinu sambandi við konu þessa. ., Sérðu ekki nafnið, frú Owen Hunt- er?“ sagði hún með sérstakri áherslu á Owen. ,Hvað um það?- sagði ég eins og í leiðslu. “ Hvað um það? spyr þú, Það er þá það, að Owen Hunt- er er máðurinn minn faðir barnanna minna, og ég er orðin leið á að vita hann allar r.ætur hjá öðrum. Varaðu þig stúlka, komi hann hingað oft- ar skal ég sjá um að þig iðri þess greipilega.“ ,, Eg stóð sem þrumulostin, og kom engu orði upp, ekki heldur gat ég trúað því að Owen minn væri maður þessarar konu. En meðan ég var í þessnm hugleiðingum, kom hún auga á !jósmynd,sem stóð þar á borði í litlum ramma og þreif hana þe.gar og tróð hana undir fótum sér, ég rak upp angistar óp og hló hún dátt að því uin leið og hún fór. Mér hafði aldrei dottið í hug að Owen væri gifturog nú gat égekki trúað þvi, Væri hann það. vissi ég vel að hann tilheyrði henni enekki mér. Hvernig ég lifði þetta kvöld,veit ég ekki, mér fannst hjartað í mér vera þungt sem blý og engin tár drógu úr beiskjunni. „Þegar Owen kom heira um kvöldið var hann venju fremur kátur en brátt sá liann að allt var ekki með felldu.hann tók mig í fargsér, Iiélt mér frá sér, horfði á mig um stund og sagði: „Hvað gengur að þér ástin mín, ertu veik?“ „Já, hjartveik,“ sagði ég og reyndi að hindra tárin frá að falla. „Hvað gengur að þér?“ sagði hann aftur og horfði áhyggjufull- ur á mig. Þegjandi benti ög honnm á raifilinn af myndinni, sem ég hafði tekið upp þegar frúin var farin, og nafnspjaldið sem hún skyidi eftir.“ Hún hefir þó ekki komið hingað sjálf?“ sagði hann eftir að hafa litið á nafnspjaldið, og er ég játaði því föllust honum hendur. Þegjandi gekk hann yfir að glugganum og starði út svo lengi, að ég ímyndaði mér að hann hefði gjörsamlega gleymt mér. Þegar liann loksins leit við var hann tíu árum eldri að sjá. „Og á ég þá að hrekjast frá þér ástin mín vegna þessarar konu ?“ sagði hann og horfði framan í mig. líödd hans var breytt og lífsgleðin horlin úr augum hans. Eg sá hann leið, og ög treysti mérekki til að svara honum án þess að auka kvalir hans og mínar, svo ég lét mér nægja að svara honum með annari spuiningu: „Er hún kor.an þín ? • „Já, að vísu, en hvað um það ?“ svaraði liann hálf þrákelknislega. „Það, að þá tilheyrir þú lienni, en ekki mér“.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.