Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 13
FREYJA
85
VIII. 4.
„Nei, nei, ogþúsund sinnum nei,“ sag-ði hann, og svar l:ans var
sem ángistarstunur druknandi manns, sem þrífur í hilm strá til að
bjarga sér. „Þessi kona giftist peningum mínum en ekki mér. Hún
hefir aldrei elskað mig og á þvíekkert tilkall til mín“.
,,En börnin ykkar ?“ spurði ég. „Við eigum engin börn,“ svaraði
hann. Eg varð forviða, Paðir barnanna minna sagði hún þó, og
hann neitaði tilveru þeirra. Eg horfði í augu hans til að sjá þar sann-
leikann, og ég sá að hann sagði satt. En þrátt fyrir það átti ég ekkert
tilkall til hans. I örvæntingaræði sínu stakk hann npp á að fiýja með
mig til fjarlægra landa, en ég vildi það ekki. Eg gat ekki haft það á
samvizku minni að evðileggja mannorð mannsins sem ög unni, en vissi
þó að hann myndi aldrei sætta sig við að sleppa mér, svo án þess að
láta hann vita um ásetning minn, hlustaði ég þetta kvöld á sögu hans
og hversu veiðibrellin eigingjörn kona hafði eyðiiagt farsæld þessa
manns.“
Cora var nú orðin of þreytt bæði af geðshræringum sem endur-
minniugar þessara atburða ollu henni, og af áreynziu til að halda leng-
ur áfram, svo Imelda fékk hana til að bíða með það sem eftir væii sög-
unnar þangað til hún vaknaði aftur. Cora lagði þá aftur augun og
sofniöi brátt.
Meðan Cora hvílir sig ætlum vér með lesaranum að grenslast eftir
hversu því var varið að þær Wallace systur skyldu einar hafa umráð
viir þessu stóra húsi sem vér höfum hitt þær í. Wilbur hafði sagt Im-
eldu frá systrum sínum og hafði hún af bréfum hans ráðið að þær væru
hjá föður þeirra og stjúpmóður, svo henni þótti þetta undarlegt jafnvel
þó Edith liefði lauslega minnst á það þegar Imelda kom þangað fyrst.
XXIII. KAPITCLI.
Af þessu litla sem Editli hafði minnst á afstöðu þeirra á heimilinu
mátti ráða að þær systur liöfðu ekki mikið ástríki á stjúpunni, og eftir
þvi sem þeiin óx fiskur um hrvgg undu þærver yflrráðum hennar.
með því líka að hún var drottnunargjörn og hafði aldrei sýnt eldri
börnutn manns síns mikið af móðurlegri umhyggju. Þó flilda væri
hæglátari fylgdi hún þó dæmi systur sinnar og þar kom að þær kvört-
uðu fvrir fcður sinum, sem skipaði ] eim að segja fram sakir, Gjöiði