Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 6
78
FREYJA
VIII. 4.
villudýrin sem cefinlega voru höfö viö þess konar skemmtanir.
"Undir klefunum vorn saurrennur til þess að veita eftir óþverranum
frá dýraklefunum. I sumum af klefum þessum eru enn þá afar-
stór björg hálf höggin, hálf gjöröir stólpar og vegg partar sem sýn-
iraö þessi undraverða bygging hefir aldrei veriö fullgjör.
Ferðamaðurinn á öröugt meö að slíta sig frá þessari risavöxnu
byggingu, sem stendurþarna eins og þegjandi vitni um horfna dýrö*
eins og sameiningarhlekkur milli hins umliðna og yfirstandandi.
Þegar maöur sér þessa marmara og granit veggi rísa í ailri
sinni œgilegu tign meira en hundrað fet upp í loftið svífur hugurinn
ósjálfrátt 16 aldir aftur í tímann og sér Rómversku þjóðina safnast
suman á þenna mikilfenglega stað til að skemmta sér við hina
blóðugu gamanleika þeirra tíma.
Á hœðinni hinumegin við ána er sumarhöll keisarans, því
Verona stendur undir fjalli á bökkum Adige árinnar. Að
leikhúsinu streyma þúsundir manna úr öllum áttum og fylla gang-
ínn og fordyrið til beggja hliða, því enginn dirfist að setjast fyr en
keisarinn er kominn og seztur. Loksins hillir undir keisarann á
brúnni, þar kemurhann í öllum tignarskrúðanum, akandi í skraut-
legri kerru, sex snjóhvítir hestar ganga fyrir, og með honum hóp-
ur af riddurum, og höfðingjum í gulllögðum einkennisbúningum.
Nú veiður ys og þys, fólkið réttir upp hendurnur og hrópar, meðan
keisarinn og sveit hans ganga gegnum hópinn til sæta sinna. Að
því búnu þyrpast þúsundirnar inn og ganga til sætasinna hver eft-
sinni stétt. Allra augu mæna ofan á ,,Arena“ og bíða með sjáan-
legri óþolinmæði eftir skemmtunum. Lok sins er merkið gefiö;
dyrnar á nokkrum klefum opnast og út koma dýrin öskrandi og óð
af hungri og œða að vesalings mönnunum, sem sumir eru dauða
dœindir glœpamenn. Einn vesalingurinn er tutlaður sundur á
augabragði og iðar þar í blóði sínu, en fólkið brjálað af griinmd og
blóðþorsta á enga meðaumkun til svo ekkert líknar orð mýkir
kvaladauða hins sigraða manns,heldur er það fyrirlitningar knurf
sem fylgir honum út í dauðann. Næsti maður er heppnari, hann
sigrar dýrið og manngrúinn húrrar eins hugsunarlaust fyrir honum
eins og hann knurraði stmvizkulaust við hinum.