Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 10

Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 10
FREYJA VIII. 4. 82 byrði,“ svaraði ég. Bann b!ó. ,,Vera n:ér til byrði!“ endurtók hann og hló. „Og hver hefir komið þessari vitleysu inn í litla hófuðið á þér?“ „Er það nú svo undarlegt að mig langi til að láta. mér verða eitt- hvað úr öllu sem þú heflr kennt mér og látið kenna mér? Mér flnnst meira en tími kominn til að ég reyni 'að borga \eglyndi þitt 4 ein- livern hátt, og með hverju get ég það betur, en láta mer verða eitthvert verulegt gagn að því,“ sagði ég. Áhyggjuský sveif yfir sviphreina ennið hans: „Trúðu því, vina mín,“ sagði hann og horfði framan í mig, „að kvöldin sem ég hefi setið hérna hafa verið mínar einu ánægjustundir. Að segja þér til og sjá sál þína opna sig móti ljósi þekkingarinnar eins og blómkrónan opnar sig móti ylgeislum sólarinnai heflr verið mér sönn nautn. Og hvað iíður svo menntun þinni ? Hún er einvngis byrjuð, en sú byrjun vrði að engu ef þú færir nú aftur út í báráttuna fyrir tilveru þinni. Til slíks er ekki að hugsa. Þú mátt um ekkert hugsa nema menntun þína þangað til hún er fullkomnuð. Eg vil ekkert heyra um það framar.“ Og nú breyttist röddin og varð næstum skipandi, en hún dró kjarkinn úr áformum mínum og þá fann ég til þess að hann einn átti hjarta mitt, og mig langaði þá sárt til að fleygja mér í faðm hans og þakka honum fvrir allt sem hann hafði fyrir mig gjört. En ég gat það ekki. Afstaða okkar gagnvart hvort öðru var breytt. Eftir þetta reyndi ég að geðjast honum með einstakri ástundun við námið, því mér duldist ekki að haun meinti að mennta mig. Stöku sinnum fékk éghól í staðin og roðnaði ég þá. Eitt kvöld kom Owen ekki heim, og svo leið heil vika að ög sá hann ekki—þó það væri ekki langur tími, minnkaði roðinn í kinnum mínum,og var það þegjandí vitni um söknuð minn.Þegar hann svo loksins kom næsta sunnudagskvöld á eftir—eftir viku fjar- veru.flaug ég í fangið á honum og hróþaði: „Owen, „Owen.ogþá vissi ég að hann elskaði mig, því að hann vafði mig að sör og sagði: „Eg heíi þá ekki beðið til ónýtis,“ En tg var of sæl til að grennslast nokkuð ef't. ir ástæðum fyrir fjarveru hans. Eg vissi að hann gat ekki að því gjört. 'Þetta ár hafði breytt mér að mörgu leyti, eu sérstaklega fann ég nú til þess, hversu dýrmæt mér væri virðing þessa manns, sem ég nú unni hugástum. Ég held hann hafl getið til um hugsanír mínar, því hann íór strax að hughreysta mig. Með titrandi rödd spurði hann hvort ég treysti sér ekki. Og Imelda, máske það hafi verið rangt af mér að elska hann eins og ég gjörði, en mér fannst sú ást svo hrein og heilög að hún

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.