Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 8

Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 8
86 FREYJA VIII. 4. ,,Já, bamið mitt. Yeiztu ekki að æskunni er fljótlega breytt í elli og sakleysinu í synd ? Sérðu ekki að þarsem ein rós vex, þróast ótal þyrnar Veiztu ekki að ástinni fylgir hatur og einlægninni svik, og hið óbifanlega bjargfasta traust, er bl andað ósjálfráðum efa ? Já, sérhver von er sárum blar.din kvíða, sorg og gleði hvort við annað stríða 1 jós og myrkur logn og straumar nauða lífið sjálft er háð þeim beiska dauða. Þú verður að hætta að vera barn. Þú ert skyldug til að taka á móti því, sem tíminn færir þér. Þú verður að læra að þekkja illt frá góðu, verður að læra að trúa því, sem þú hvorki sérð né skilur, þú þarft að vona á það sem þú veizt ekki hvort er til, þú verður að biðja þó þú sért aldrei bænheyrð, þú hlýtur að elska þó þú aldeei njótir, þú munt einnig gráta þó enginn huggi. Þú verður að una þó þú flnnir enga ró og hughreysta þl sem æðrast. Þér er skylt að hjúkra þó þínir eigin kraftar séu að þrotum komnir. Þú verður að blíðka þá illu og umberaþá fölsku. í einu orði að segja: Þú mátt til að hlýða köllun skyld- unnar í hverri mynd sem hún kemur, en breiða hina ógagnsæu huliðs- blæju yfir þínar eigin tilfinningar oggefa þeim aldrei svigrúm, nema helzt í e'n rúmi og þá með því skilyrði, að bæði viljinn 0g skynsemin haldi i taumana.“ Þá heyrðist úr skýinu rödd sem sagði: „Þetta eru ströng lög, barnið mitt, Það eru ekki beinlínis lögin, sem Móses reit átöfluna, heldur lög, sem mennirnir hafa skapað og sem fjöldinn verður að hlýða.1 Yið þetta hrökk ég upp og var þá allt horflð, brekkan, barnið, læk- urinn og skýið, Þetta hafði að eins verið draumur. —YNDÓ. Stærsta bölvun vorra tlma er heigulshátturinn. Vér þorum hvorki að láta skoðanir vorar í ljósi, né lifa samkvæmt sannfamingu vorri. —Max Nordau, .. ** Ollum sannleik er óhætt, engu er óhætt nema sannleikanum. Ilver sem leynir sannleikanum fyrir þá sök að það sé praktiskara í ein- um eða öðrum skilningi,er ann aðhvort heigull eða glæpamaður, eða þá . hvorttveggja. —Max Muller. Berið þetta saman við ísl. leiðtogana, sem kenna það, að eicki miegi SEIGJA FÓLKINU SANNLEIKANN. —RÍtSt,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.