Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 5

Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 5
VIII. 4. FREYJA 77 Ao hringmáli er leikhúsiö 1600 fet, aö ofan er þaö 555 fet á lengd, 443 á breidd og samsvarar þessi stœrö aö ofan allri um- ferð þess að neðan, að meðtöldum klefum, sölum, göngum og þ. h. þó leiksviöiö sjálft, hið svo nefnda arena sé ekki nema 243 á lengd og 143 á breidd. Upp af leiksviðinuog umhverfis þaö eru 52 marmarasœti hrert upp af öðru. Flest með sömu merkjum eins Og þau voru fyrir 1600 árum síöan, nokkur hafa þó verið endurbœtt á seinustu árum. Hvert sæti er bér um bil eitt fet og sjö þumlungar á hœð en tvö fet og fjórir þumlungar á breidd, úr gráleitum marmara nokkuð fíngerðari en byggingin er sjálf gjörð úr. Líklegt er að sætin hrafi einhverntíma fóðruð veriö. Þau eru svo löng að í þeim geta setið 25,000 manns, auk þess er stöðurúm fyrir 70,000 manns. Stærsta leikhús Chicago borgar verður smávaxið í samanburði við þetta, svo stórt sem það þó er. Til beggja enda leiksviðsins nálægt neðstu sætunum eru svalir reistar á marmarasúlum og umkringdar pílárum sem einnig eru úr marmara. A öðrum þessum palli sátu keisararnir með skylduliði þeirra en á hinum senatorarnir, [þingmennirnir]. Veggirnir um- hverfis þessa stórkostlegu byggingu eru afar þykkir og ramgjörfir, sem sýnir sig bezt á því að þeir hafa þilað tönn tímans í ióoo ár Og eru líklegir til að endast enn þá nokkrar aldir. A einum stað stendur enn þá hluti af framstafninum og er hann 117 feta hár. Efri hlutinn samanstendur af afar stórum, sundurlausum marmaratíglum,sem allt lím er fyrir löngu fariö úr og er því all hættulegur orðinn, jafnvel þó bœjarbúar vilji enn ekki kannast við þaö. Þess var áður. getið að leikhúsið vœri að ofan 555 fet á annan kantinn en 443 á hinn, en leiksviöið sjálft ekki nema 243 á ann- an kantinn en 143 á hinn. Þrátt fyrir þenna mismun er hringmál leikhússins jafnstórt ofan og neðan. En á milli veggsins í kring- um leiksviðið og yzta veggs byggingarinnar er breitt bil, allt hólfað í sundur í stóra og smáa klefa, göng og stiga af ýmsum stœrðum, aðskildir með rammgjörfum veggjum ýmist úr marmara eða öðru grjóti límdu saman með steinlími. Klefar þessir voru hafðir fyrir

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.