Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 16
88
FREYJA
VIII. 4
leiöingum þegar hann einusinni heyrði kvennmanns hljóö og kom
í tíma til að hjá pa mér úr klónum á mannhundi einumsem œtiaði
að nota sér ástand mitt. Með einu hnefa höggi sendi Owen hann
á hausinn lengst út í saurrennuna en tók mig, sem nú lá við yfir-
liði af vesöld og hræðslu í fang sér og bauðsttil að fylgja mér heim.
Ég átti hvergi heima og sagði honum það. Hann gat vel getið sér
til um ástand mitt og einstœðingsskapur minn ogjútlit snerti þá sam-
svarandi strengi í hjarta hans sjálfs, þó hann segði mér það ekki
fyr en löngu seinna. En fyrir það bauð hann mér að koma með
sér, og þegar ég hikaði við, spurði hann hvort ég treysti sér ekki.
Augnablik horfði ég í bláu, trúverðugu augun hans og hneigði svo
þegjandi höfðinu til samþykkis, því þá hefði ég ekki getað sagt eitt
orð þó það hefði kostað L'f mitt. Hann kallaði þá á ökumann og
lét aka með okkur til litla hússins sem ég hefi áður sagt þér frá.
A þenna hátt kynntist ég Owen Hunter, og hversu hann reyndist
mér og hversu ástin lyfti sálum okkar yfir synd og sorg hefi égeinn-
ig sagt þér. En um það, að hann vœri giftur, vissi ég ekki, fyr en
konan hans sagði mér það, og aldrei vissi hann hvernig hún hefði
komist að leyndarmáli okkar. Enhann var sannfœrður um að henni
stæði alveg á sama, jafnvel þó hún notaði það sem vopn til aðvega
að manni sínum með, og til þess æltaði hún það líka.
,,Hún æltar að aðskilja okkur, ástin mín, en henni skal ekki
takast það. Þú hefir gjört mig að nýjum og betra manni, og end-
urreist traust mitt á mennina og þess vegna tilheyri ég þér svo
lengi sem þú elskar mig,‘ sagði hann að endingu.
,,Ó, dœmdu mig ekki hart, þó að ég fáein augnablik gleymdi
ásetning mínum og sæti hjá honum nokkra klukkutíma í síðasta
skifti. Hvernig gat ég líka annað, þegar hann sleppti mér ekki eitt
einasta augnablik, eins og hann vœri hræddur um að missa mig ef
hann gjörði það. Þegar hann fór bað hann mig að vera þolinmóða
meðan hann gengi frá ýmsu viðvíkjandi framtíðinni og eignum sín-
um, að því búnu kœmi hann aftur og úr því skyldi enginn mátturá
jöiðunni aðskilja okkur. Eftir það kvaddi hann og fór. En hví-
líkur skilnaður fyrir mig, sem átti nú enga von—ekki af þvíégmis-
treysti honum, heldur af því að ég var sjálf alráðin í að yfirgefa
hann og hverfa eins og skugginn af lífsleið hans. Ég grét sárt og
[Frainhald.]