Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 14

Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 14
86 FREYJA VIII. 4. Edith þ;ið og krafðist að losna algjörlega undan vfirráðuin stjúpu sinn* nr, fengist það ekki kvaðst hún fara að heiman og leita hamingju sinnar annarstaðar. Edmund Wallace var drambsamur maður, og undi því ekki að svo færi, enda var hann hræddur um að slikt gæti orðið til að vekja upp endurminningar um hið skyndilega og sorglega fráfall fyrri konu hans og þar eð hann nú hafði náð pólitízku áliti og áhrifum, kæmi það sér mjög illa fyrir hann að vekja upp gamla drauga—hið grunsama ómilda almenningsálit. Afieiðingin var því sú að hann útvegaði eldri dætrum sínum vinnu á stjórnarskrifstofu, með 60 dala mánaðarkaupi sem gjörði þxr fjárhagslega sjálfscæðar, og fékk þeim svo til umráða sérstakan part aí húsinu, svo að þær voru eftir það sjálfs síns herrar. Þó stjúpmóðir þeirra líkaði það illa, varð þó svo búið að standa og hún rieyddist til að fá sér vinnukonu til að annast verk þau er þær systur höfðu haft á hendi. Með seinni konu sinni átti Wallace fjögur börn, tvo sonu og tvær dætur. Þegar hér er komið sögunnar, voru öll yngri börnin að heiman á skóla, og þau hjónin voru einnig að heiman—höfðu tekið sér skemmti- ferð á hendur til fjalla nokkura þar sem ríka fólkið dvaldi yfir hita- tímann. Þess vegua var það, að heimili þetta hafði orðið Coru griða og hvíldarstaður, því þær eldri systurnar voru einar heima. og þar sem það var einnig frítími þeirra, gátu þær gefið sig allar við að hjálpa lienni, Fram að þessu hafði Alica verið þar daglegur gestur án þess þó að hafa séð Coru. Eínnig hafði Normun vanið þangað komur sínar og í fyrsta sinn sem hann kom þangað hafði hann sagt, að svo liti út, sem eitthvað þyrfti ávalt að taka Iineldu frá sér. Þegar hann vissi hvernig ástóð, kyssti hann hana bliðlega á ennið og bað hanaávalt gjöra þið setn hún áliti rétt að vera og eftir það kom hann stöðugt þangað til að sjá liana jafnvel þó Imelda hefði enn þá ekki getað verið lengi frá syst- ur sinni. Meðan Imelda sat yfir systur sinni Kofandi, og minntist hversu Cora í æsku hefði sært ástvini sína með léttúð sinni, fann hún og til þess að hefnd þeirrar léttúðar haíði þyngst komið niður á henni sjálfri og við þ'i hugsun varð lienni þetta að orði: ,,Og þú ert meiri hetja en ég, þó þú haldir mig mikið meiri og betri“, Þegar Cora vaknaði endurnærð af löngum hressandi svefni leið henni svo vel að þær klæddu hana í laussniðin- kyrtil og studdu hana í fyrsta sinni síðan hún kom þangað, niður stigann ofan í stofu, þar

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.