Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 18

Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 18
90 FREYJA VIII. 4. hvað Rússakeisari hefði sagt í iians sporuni. En þrátt fyrír þ ið er ná gleðilegt að heyra hve hlýlega hann nú hugsar til Japa, sem sýnir sig & þessum orðum hans: — „----Rússar og Japar eru aftur orðnir vinir, og það er vor hjart- ans ósk að þeir verði góðir nágrannar.“ Og enn fremur:— „----Álvísum guði hefir þóknast að reyna þjóð vora með þraut- um og þrengingum í langvarandi stríði við voldugan 0g hugrakkan ó- vin, en það hefir einnig sannfært oss um hina ódauðlegu frœgð og þrautseigju hermanna vorra. “ Hvergi er þess getið að /apar skelli hernaðarskuldinni á guði sfna, þeir bera ábyrðina sjálfir. RTJSSNESKÁR SKRÍPAMYNDIR. Rússneskar skrípamyndir málaðar á póstspjöld eða prívat spjöld eru oft bæði vel gjörðar og þýðingarmiklar, ekki síður en átakanlegar og naprar. Meðal slíkra mynda var ein gjörð af blóðbaðinu í St. Pétursborg í janúar, sem sýnir stjórnina eins og hóp af svínum að velta sér í og fylia sig á blóði því er þá var úthellt, En þegar blóðið er melt komið á sinneðlilega stað, kalla þeir það „Douma“ eða þjóðþingið og kasta þannig ábyrgð grimmdarverka sinna yfir á þjóðina sjálfa. í Moscow eru það oftast myndir af einstaklingum í hárri stöðu, Sýnir ein af þeim myndum gen. Trepoff að setjast í hásæti og setja á sig rík- iskórónuna rússnesku. Önnur sýnir Nicow byskup eins og nútíðar Pétur eða einsetumann ríðandi á ösnu sem í stað vanalegs ösnuhöfuðs, hefir höfuð hr. Gringmuth, Enn þá er mynd af ofur litlum skóla-dreng, sökuðum um að hafa ráðist á risavaxin lögregluþjón—svo risavaxin, að liann hefði hæglega getað stungið drengnum í vasa sinn, Átakanleg- ust af öllum þessum myndum er þó mynd af konu nokkuri sem stendur álengdar og bendir á Sophiu Perovski í gálgannm, sem hengd var I. júní s. 1. Yfir höf'uðið á Sophiu er dreginn sekkur en konan sem úlengd- ar stendur og bendir á líkiðsegir:— „Ef kyn vort stendur oss ekki fyrir galganum —gjöriross ekki ó- hæfar til að hanga, hví skyldi það þá standa oss fyrir borgaralegum réttindum?“ Ó, þör menn og konur/ Hversu lengi þurfum vér að hrópa! hve lengi að rökræða um réttindi kvenna? Hve lengi á blóð allra saklausra kvenna, sem líflátrar hafa \erið, að lnópa yflr yður hefnd, HEFND!

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.