Freyja - 01.11.1905, Qupperneq 15

Freyja - 01.11.1905, Qupperneq 15
VIII. 4. FREYJA 87 s-kcrarntu þær sér við söng1 og fleira. Urðu þær systur og Imelda ekki síður lirifnar af binni fögru rödd Coru sem hún hafði aldrei vitað af fyr en nú, Pennan dag tók Imelda því ekki nærri að Cora béldi áfram raeð sögu sína, svo það beið þangað til daginn þar á eftir að hún var komin ufan í stofu og sezt í mjúkan hægindastól við gluggann. „Owen Hunter var einbirni foreldra sinna, sem voru auðug mjög og gáfu honum það uppeldi, sem ást og auðlegð vita bezta. Iiann var sérlega vel gefinn, skáld að eðlisfari og hneigður fyrir söng og hljóð- færaslátt og hafði sjálfur svo fallega söngrödd að hann hefði getað orðið frægur hefði hann kært sig um að auglýsa sig. Eins og oft á sér stað með unglinga af þessari teguncl var haun stífur og ófyrirleitinn, og þegar hann var enn þá á 18. ári, feldi hann ástarhug til sunnlenzkrar stúlku, sem einnig var einbirni auðugra foreldra og hafði fengið ágæta menntun—tízku menntun, því hún dansaði allra kvenna bezt, hneigði sig ágætlega og varð aldrei orðfátt þegar um ástamál og hversdags- gaspur var aö rœða. Hun var allra kvenna fegurst og meö því sem au'ðlegö og gott uppeldi fá'til vegar komið leit hún út fyrir að vera ímynd kvennlegrar fullkomnunar, eða svo fannst Hunter. Enda giftist hann henni þrátt fyrir mótbárur fööur síns, því móðir hans var þá dáin fyrir tíu árum. En hún ein hefði bæði verið líkleg til að sjá hvað bjó undir hinu fágaða yfirborði konu þess- ari og eins til aö hafa áhrif á son sinn. Þess var heldur ekki langt að bíða að Hunter iðraði bráðræðis síns. Að vísu hélt konan á- fram að vera drottning félagslífsins eins og áöur en hún giftist honum, en hún var ekki lengur ástmey hans. Hún haföi nú ráð á milljónum hans og hinu ríkmannlega heimili þeirra og þangað voru vinir hennar sérstaklega velkomnir, en maöurinn hennar átti þar ekki lengur griðland. Þar kom aö hann svaf þar einu sinni ekki nema stundum. Spilahúsin voru honum þægilegri en heimilið og aðrar konur brostu hlýlegar vjð honum en konan hans. Hjú- skaparvonbrigðin gjöröu hann kœrulausan svo hann sökkti sér niður í unaösemdir þær, sem æfinlega standa slíkum mönnum til boða í stórborgunum. En þar fann hann ekki nema augnabliks fró, svo mitt í auðlegð og nautnum varð lífið honum að þreytandi byrði, sem honum hafði oft dottið í hug að binda skjótan enda á, og fór hann þá jafnán einförum. Hann var í þess konar hug-

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.