Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 19

Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 19
VIII. 4- FREYJA 9i áðar en Jpér vaknið? Þér, Menn, sem ekki gátuð haft á samvizkura yðar ánauð svertingjanna, hversu lengi ætlið þör að halda inum hvítu systrum yðar í ánauð og daema þær óheyrðai? Enginn karlmaður er kallaður fulltíða maður innan 21 árs. En dæ t- ur yðar hengið þér 19 ára, Karlmenn meiga ekki giftast innan 21 árs. En dætur yðar giftið þér 16 ára, Óþroskaðar á sál og líkama —á þeim aldri sem synir yðar eru kallaðir börn, eiga þær að taka á sig þá á- byrgð, sem móður ogeiginkonustöðu er sainfara. Þær, konurnar, sem álitnar eru tápminni andlega og líkamlega og aldrei hafa notið borgara- legra eða fuilra persónulegra mannréttinda eiga svo a.ð bera fulla á- byrgð gagnvart fulltíða mönnum og fordómafullu mannfélagi, jafnt hvort sem þær eru börn að aldri.eða andlegir krypplingar vegna þess að þeim var aldrei gefið tækifæri tii að þroska eigin vilja sinn ogstjórnast af honum , og líða svo fullkomna hegningu fyrir sérhvert brot. Flýtið yður að gifta dætur yðar ungar, og ef þær svo lenda í óham- ingjusömu hjónabandi og kvarta undan því, þá sendið þær heim aftur undir hina leiðréttandi hönd eiginmannsins, hvort sem hún heldur á svipunni, vendinumeða hefir spenntann rottuboga* í vasanum, en dugi það ekki má senda hana til réttvísinnar og þaðan í gálgann. Hve langur og styrkur er verndararmur laganna og réttvísinnar yfir fáráðs kvenfólkinu! *í síðasta Yínlandi er sagt frá manni, sem lét spenntann rottuboga í vasa sinn til að venja konuna sína af þeim óvanda að leitaí vösum sín- um og þegar konan með blóðuga og marða höndina kvartaði fyrir rétt- vísinni, úrskurðaði dómarinn að maðurinn hefði löglegan rétt til að hafa spenntan boga í vasanum. Af því skíftir sér enginn þó sumir eiginmenn svelti konu og börn, svo að konan,sem aldreiá neitt, neið- ist fvrir þá sök til að leita í vösum mannsins síns. En fyrir því hefir hann lagalegan rétt til að vernda sig. Það liggurþó í augum uppi að það eru einungis þess konar menn, sem líklegir væru til að liegna konunni sinni á þenna hátt. Margir og órannsakanlegir eru vegir mannanna til að rækta hjú- skapar kærleikanr!

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.