Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 22

Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 22
94 FREYJA VIII. 4. söngsins út í nœturfriðinn og ómuöu friöarblíöar yfir til mín, þar sem ég sat alein í myrkrinu til þess aö geta sem bezt sáö og heyrt það sem fram fór í kyrkjunni. Ég sí jólatréö hátt og skrúðgrænt alþakiö ljósum, glitrandi af allskonar skrauti og greinarnar svigna undan þunga jólagjafanna. Ég gat náttúrlega ekki hsyrt ræðuna, svo að meðan á henni stóð, lifði ég í liðinni tíö. Frammi fyrir hugskotssjónum mínum liðu ótal myndir af umliðnum atburöum, og loksins staðnæmdist hugurinn við jólanóttina góðu, þegar égfrétti látið hans föður míns á svo óvæntan hátt og varð mér þá að gera samanburð á henni og þessari, þar sem ég nú sat alein í ókunnu landi, fjarri öllum sem ég unni og öllum sem mér unnu. Upp af þessum hugleiðingum hrökk ég við þrusk nokkurt út á götunni,ég leit út í tíma til að sjá risavaxinn lögreglumann halda í öxlina á ofurlitlum dreng, 6 eða 7 ára á að gizka. ,,Ég er ekkert að gera, æi lofaðu mér að vera. “ sagði drengurinn í bænar róm. Lögreglumaðurinn horfði ofurlítið á hann, sleppti honum svo og fór sína leið. En drengurinn, sem var illa til fara og rauðblár af kulda, hallaði sér upp að kyrkjunni og mœndi á jólatréð og jólaljósin. Loks var messunni lokið,síðastisálmurinn sunginn ogforstöðu- nefnd jólatrésins tók að útbýta gjöfunum, sem voru næsta mismun- andi að fegurð og verðmoeti. En allir fengu eitthvað,—allir nema hann. Þá lét hann höfuðið hníga ofan á bringu og ég vissi að hann grét. Nú tók fólkið að streyma úr kyrkjunni, sumir með fangið fullt af gjöfum, allir ánœgðir en enginn tók eftir litla drengnum enda þrýsti hann sér upp að kyrkjunni svo vel sem hann gat. Þegar allir voru farnir og allt var orðið kyrrt laumaðist ég yfir að kyrkj- unni og kraup niður hjá litla drengnum, þar sem hann lá og grét þenna þunga hljóðlausa grát, sem þeir einir þekkja er snemma venjast við mótlæti og fáir hugga. ,, Hvað gengur að þér, drengur minn, ‘ ‘ sagði ég á brotinni ensku og tók utanum báðar litlu, ísköldu hendurnar hans. Hannleitupp virti mig þegjandi fyrir sér og brosti svo gegnum tárin —-brosti að enskunni minni. Hann tók strax eftir því að hún var eitthvað ó-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.