Freyja - 01.04.1906, Page 16
i\6
FREYJA
VIII. 9.
aS fara. Þetta gekk dag eftir dag og ekki leiS á löngu áSur en út-
lit og heilsufar Hómers tók sýnilega aö breytast til batnaSar. Þá
var og Arthur læknir beSinn aS líta á yngri systkinin og ráSleggja
þeim eitthvaS og gjörSi hann þaS. Fyrst og fremst bannaði hann
þeim aS neyta sætinda af nokkru tagi, en bauS þeim aS neyta ó-
kryddaSrar einfaldrar fœSu. Þau skyldu baSa sig úr köldu vatni á
hverjum degi og nudda allan líkamann vel, svo skyldu þau vera
sem mest úti, fara á skautum og leika sér unz þau yrSu þreytt.
Edith kvaSst hann treysta til að sjá um að þessum reglum yrSi
fram fylgt og mundu þær þá verða að tilœtluðum notum. Ilann
áleit aS börnin hefðu öll fengið þessa veiki á prívatskólunum sem
þau voru öll árlega send á í stað alþýSuskólanna því hið fyrra þótti
þá fínni kennslu aðferS, en hvorki hann né eldri systurnar, sem
hann þó sagði þetta álit sitt, þorði að segja móður þeirra frá því,
aí þeirri ástæSu að hún hefSi ekki trúað því, heldur stór reiSst, og
svo hefSi reglum lœknisins ekki verið sinnt, og meS því komið í veg
fyrir að yngri systkinunum batnaði. En fyrir þessa varasemi var
ráðleggingum Arthurs vel tekið og Westcotsfólkinu og gestum
þess oft boðið þangaS. Og þó gestunum liSi þar ekki eins vel og
heima hjá Westcots-fólkinu, sem var meðfram af því, að hópurinn
var þar aldrei allur, því önnurhver systranna, Cora eða Imelda var
cefinlega eftir hjá Frank sem sjaldan þoldi nœturkuldann og svo
vegna þess, að skoðanir þeirra voru þarenn ekki hagvanar, þá áttu
þeir þar marga skemmtilega kvöldstund. Wallace vildi aS Wilbur
vœri þar til heimilis meðan hann dveldi í Harrisburg, en það gat
hann ei fengiS sig til að gjöra. Systkina sinna vegna kom hann þang-
aS, en hann gat ómögulega hugsað til að sofa undir því þaki sem
hefði átt aö verja móður hans áföllum lífsins, en í þess stað knúöi
hana til að leita griða í hinum köldu örmum Susquehanna. Þegar
hann minntist þessa, varð hannaS taka á öllu sínu mikla viljaþreki
til aö hata ekki manninn, sem olli þessum örlögum hennar. En
gamla manninum þókti einatt vænna og vœnna um Wilbur, hon-
um hafði reyndar æfinlega þókt vænna um fyrrikonubörnin sín, af
hverju þaS var, vissi hann sjálfur ekki. Má vera að innst í hjarta
sínu hafi hann fundiS til sektar, sem hann hafi sjálfum sér óafvit-
andi langað til aS afplána. (Framhald nœst.)