Freyja - 01.04.1906, Page 17

Freyja - 01.04.1906, Page 17
VIII. 9. FREYJA 217 on, S. B. Anthony, M. J. Gage, Lucy N. Coleman og fylgjenda þeirra. ÞaS er naumast hægt aS nefna svo eina cf þessum konum aö ma'öur nefni þær ekki allar af því að þœr voru allar uppi á sama tíma, unnu sörnu hugsjónum, börðust fyrir sömu málefnum og gengu að inestu sömu braut að því verki. En sérstaklega eru nöfn þeirra S. B. Anthony og E. G. Stanton óaðskiljanleg eins og œfi- starf þeirra. Báðar helguöu þoer mannréttindunum alla sína æfi, og unnu saman að þeim, báðar höfðu óbilandi kjark og þrautseigju, og eftir báðar liggur afar mikið verk. Alla œfi voru þær einlœgar vinkonur þrátt fyrir það, að leiðir þeirra skiftust nokkuð síðustu árin. E. C. Stanton vildi fara og fór fyrir rætur alls þess er hún áleit að héldi og haldið hefði konunni í ánauð og þess vegnahróp- aði hún: „Burtmeð Pétur og Pál! Burt með allt sem stendur á vegi mannréttindanna! og þessu til áréttingar reit hún hina heims- frægú bók sína ,,Thé Womans Bible“ [Kvenn-biblíuna] á árunum 1890-1900. Þess vegna hefir hún verið sett við hlið hins ódauð- lega Ingersolls. Súsan B. Anthony fór öðruvísi að, hún áleit að fyrsta atriðið vœri kjörgengi kvenna. Að því fengnu væri allt ann- að fengið. Hún vakti fólkið og menntaði það. „Frelsið verður hv'orki veitt né gefið, fólkið verðurað þrá það og berjast fyrir því. Ekki er heldur hœgt að gefa því menntun eða menning, það verð- ur að þrá hana sjálft og berjast fyrir henni, “ sagði hún. Marilla M-Ricker segir um hana: ,,Fyrir 30 árum síðan kom hún,samkvœmt beiðni minni til Dover, NewHampshire til að flytja fytirlestur um kvennfrelsi. Fyrir texta hafði hún þetta: ,,Það sem konan þarfnast er brauð, ekki atkvœði. “ En hún sýnd i svö glöggt að til þess að fá ið fyrra yrðu þoer að fá ið síðara að til- heyrendur hennar þóttust aldrei hafa heyrt skarpari kv.frelsisrœðu, enda tókst henni alvarlega að vekja konurnar í Dover til meðvií- undar um' það, að þeim v'œri rangt gjört með þvíaðsynja þeim um atkvoeðisréftinn, ,,Þegár sannleikurinn foer áheyrn, og Saga að hundrað árum liðnum drýpur penna sínum í geisla sólarinnar mun hún rita nafn- iö Susau Browning Anthony, meðal inna f\rstu nafna heimsins beztuTnanna og kvenna. “

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.