Freyja - 01.07.1906, Side 2

Freyja - 01.07.1906, Side 2
274 FREYJA VIII. 12. ÞJÓÐAR-SJALFS3IORÐ. .", örbirgðin cr Heródes barnamorffingi vorra thua. Sá Heródes, sem myrffir sakleys- ingjana — bórn fútœklinganna í miljónatali árlega. Nokkuff, scm allir þnrfa aff vita! [Grein sn sem hér fer á eftir er útdráttur úr ræðu, sem Hugh O. Pentecost hélt á Syric Hall í N. Y. 18, marz s. 1. fyrir fl. þús. áheyrendum, og síöan hefir prentuö verið í ótal blööum og tímarit- um í Bandaríkjunum og hvervetna. þótt mikils um vert.J Menn, sem hafa samiö skýrslur yfir manndauða og gefið sig við að sundurliða þœr skýrslur eftir aldri, hafa komist að þeirri niðurstöðu, að á móti sérhverju ungbarni (orðið ungbarn hér látiö tákna börn innan 5 ára, þó það aðallega gildi um börn innan eins árs, því á þe-im aldri er dauðsfallstalan margfalt hærri en þegar komið er yfir þann tíma) sem deyr hjá velstandandi ft'lk', deyja aö minnsta kosti þrjú hjá fátæklingunum. Skýrslurnar kalla það þrjú og hálft — mœtti því með eins miklum sanni kalla það fjög- ur, eins og þrjú. Samt sem áður ætla ég að kalla það þrjú. Þá verður það uppi á teningnum, að þrjú af hverjum fjórum bör.num sem deyja séu píslarvottar örbirgðar og óheillavænlegra kringum- stœða. Nákvœm rannsókn sýnir að á Englandi og Wales deyi ár- lega 70,000 börn, sem undir betri kringumstæðum þyrftu allsekki að deyja. Einnig sýna skýrslurnar og nákvœm rannsókn á ástand- inu í Bandaríkjunum, sem nú standa öllum þjóðum framar að sið- menning og velmegun, að þar deyi þó árlega fyrir örbirgðar sak- ir 80,000 börn. Þess ber að gœta að þessi tala innibindui þó ekki nema þau börn sem deyja vegna skorts á nauðsynjum lífsins, en ekki þau, er vegna andstœðra lífskjara mæðranna fæðast andvana, eða þeirra, sem vegna nefndra orsaka og annara ónefndra aldrei koma í ljós. En bœti maður þeim hóp við hina fyrri tölu, má ætla aö baina-píslarvœttistalan verði tringum 125,000 á ári.

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.