Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 21

Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 21
VIII. 12. FREYJA 293 allar þœr upplýsingar, sem þær hafa getaö aflaö sér. Sérhver nefnd kýs sér ritara, skulu þeir halda uppi sambandi milli fél. meö bréfaviöskiftum og skrifast á við aöra útí frá eftir því sem þörf til krefur. Það skal og skylda félaganna að vinna að því að sameina kvennfólk utan um þetta mál, fá sem flest félög til að taka þ.að upp og mynda ný félög þar sem engin eru fyrir. Kv.fél. skulu og viö allar kosningar beita áhrifum sínum sérrnálum vorum í hag, án allstillits til flokka, svo framarlega sem um nokkuö er að velja í því efni. Ættu nefndirnar að hafa fyrirfram komið sér saman um vinnuaðferðina. Um frekari vinnu og vinnu-aðferð koma félögin sér síðai' saman. En nöfn og heimilisfang ritaranna ætti aö auglýsa í Freyju, til þess aö gjöra þeim hœgra fyrir með bréfaviö- skiftin. ALHEiMsþiNG kvenna er haldið í París þettað árið. Áöur var ákveðið að halda það f Lundúnaborg á Englandi. Forseti þingsins er lafði Aberdean. Meira um það og fleira viðvíkjandi kvennfr. málinu nœst. Aðeins vil ég benda Canada-ísl.konunum á þetta: Þér hafið flestar, að líkindum, heyrt lafði Aberdeen nefnda,og ef HÚN skammast sín ekki fyrir að berjast fyrir kvennfrelsi, haflð þÉK þá ástæðu til að gjöra það? Heimili Hildu er þá loksins á enda og verður innan skamms fáanleg sérprentuð á skrifstofu Freyjn og hjá inum ýmsu útsölu- og innköllunarmönnum og konum Freyju, samkvæmt auglýstum kostaboðum í þessu númeri blaðs vors, Ný og skemmtileg saga byrjar í nœsta númeri. Til þess að koma í vegfyrir vanskil sem oft hafa orðið á Freyju í Glenboro verður hún framvegis send í einu lagi til Mrs. Nönnu Sigurösson. Fólk gerði vel í að vitja hennar þangað. Enn frem- ur hafa þessir góðfúslega tekið að sér útsölu og innköllun fyrir Freyju þar vestra: Mrs. Anna K. Magnússon, Baldur; Mr. Hall- dór Magnússon, Grund; Mr. Hernit Christófersson, Grund; Mrs. Nanna Sigurðsson, Glenboro; og Mr. Jón Anderson, Skálholt. Nöfn fleiri agenta Freyju veröa auglýst við fyrstu hentugleika. Meinleg villa var í sögunni Heimili Hildu, í s. nr. Freyju, bl. 261 síöustu 1. Þar stendur Coru, á að vera Alicu.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.