Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 9
VIII. 12.
FREYJA
281
og raöaöi sér kringum borðið, sem skreytt var allra handa blómum,
ýmist gróðursettum i allskonar krukkum, eða þá blómvöndum, sem
settir voru í vatn, svo þeir héldi sér sem lengst. í borðsalshliðunum
voru stórir gluggar, sem renna mátti fram og aftur þar til borösalur-
inn varð likari laufskála en inmiluktu húsi, því utan við teygöu vafu-
ingsblóm sig utan yið gluggana og huldu þá að mestu.
Þetta kvöld var hljótt í þessu nýja heimkynni. Hjörtu innbúa
þess voru hljóð, vegna gleðinnar scm fyliti þau nú og á.byrgðarinnar
sem stærri skyldur lögðu þeim á herðar—skyldur, sem þeir fundu
meira til af því engin ytri bond þrengdu þeim til að fullnægja þessum
skyidum. Þetta fólk var að byggja upp nýtt félagslíf, sem verða
skyldi fyrirmynd annara i verulegum dvggðum. Hingað til haföi
það aðeins dreymt um það, nú átti það að fá veruleikans revnzlu.
XXXI. KAPITULI.
p-
Fimm ár eru liðin síðan vinir vorir fluttu til hins nýja heimilis,
Heimili Hildu. Vonir þeirra höfðu flestar ræzt..
Hópurinn hafði stækkað til góðra muna. Margrét hafði fætt
Wilbur efnilegan son. Á honum byggöu þau framtiöarvonir sínar,
eins og hann fullkomnaði ástarsælu þeirra. Cora hafði og fylgt dæmi
hennar aö ööru en því, að það var dóttir, sem Owen vafði upp að
brjósti sínu—ímynd þeirra beggja. Sama mátti og segja um þær
Edith og Hildu. Og Norman kraup við rúm Imeldu og kyssti son
hennar. Börnin döfnuðu vel undir hinni nærgætnu umönnun for-
eldranna, þar sem allt hjálnaðist ti1 -^ð p'iöra lifið blessunarríkt fyrir
aldna og óborna þar sem öll skilyrði voru við hendina til að gera
mæðrunum lífið létt, ög tryggja heilsu börnunum þeirra á, öllum
þroskastigum þeirra—jafnvel áðúr en þau sáu ljós heimsins—þar
sem engin móðir hafði ástæðu til að andvarpa og óska—„flð' gu<S
gcefi, að þetta yrði sitt síðasta barn/e
Eins og ástin hafði blessað börn sin—vinina sem byggðu þetta
bræðra heimili, þannig blessaðist og efnahagurinn. Allir gjörðu
nokkuð, sérhver það sem bezt átti við hann eða hana. Fóstrur—vel
vaxnar því starfi—voru fengnar til að annast börnin, svo mæðurnar
gætu, þegar fram liðu stundir gefið sig við störfum sínum. Margrét
hélt áfram leikaraiðn sinni o. s. frv.