Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 8
280
FREYJA
VIII. 12.
Hvaö er döggin sem í lofti svífur
sólarbjarmans vafin geisla hjúpi?
Er hún tár, sem hulinn kraftur hrífur
hjarta frá, í leyndu jarðardjúpi,
sem að grætur löngu liðna tíma?
Mér und fótum foss í gljúfri dunar,
frelsis ljóðin kveður ár og daga,
aldrei þreytist, áfram sífelt brunar,
ómar harpan: ,,Frelsi geymir Saga,
sem í fjötrum þungum þreyði lengi. “
Daggarúðinn upp frá djúpi svífur,
yfir kletta liðast bylgjan tæra,
þar sem bergsnös stríðan strauminn klýfur,
stráir geislum röðulljósið skæra
regnbogans með gullnu geisla skrauti.
Dvergamál frá dimmum hamrasölurn
duna myrk, er strengir fossins hljóma.
Stynji björgin straumi fyrir svölum
stuna þung frá djúpu gljúfri ómar,
sem að fyllir brjóstið angur-blíöu.
Straumadísin hörpu hljóma lcetur
hjartans innstu strengir svo að titra,
ýmist hlær hún eða sáran grœtur
angurblíð svo tár á hvörmum glitra.
Ejóð hún kveður landsins okkar kæra!
þorst. Finnbogason.