Freyja - 01.07.1906, Page 16

Freyja - 01.07.1906, Page 16
288 FREYJA VIII. 12. er meira frelsi. “ Þess vegna óttast hún ekki að frelsið gjöri kon- ur ástlausari, né menn ógöfgari. Hún trúir því, að þar sem frels- ið ríkir, þroskist allar mannlegar dygðir. Vér álítum ekki nauðsynlegt að hafa langan formála fyrir sögn þessari, en viljum einungis geta þess, að hún er ekki prentuð í þeim tilgangi að hún skuli álítast fullkomin ráðning þeirrar l;fs- gátu, sem hún fjallar um, heldur aðeins tilraun til að vekja athygli fólks á því sem aflaga fer í félagslífinu og um leið bending í lagfær- ingaráttina. Geti þessi saga orðið til þess eða hjálpað til þess, er tilgangi höf. og útgefendanna náð. Ymislegt. Ortiið sem dúlííi/s mdtti sín. Berta gamla við manninn sinn, sem sjúkur var og að henni virtist meðvitundarlaus orðinn: — , ,Heillin mín, Pétur Eiríkur! Geturðu sagt eitt einasta orð, svo ég heyri hvort þú ert tórandi?“ — Steinþögn. — ,,Segðu elsku, góða, bezta Berta mín“ —Stein- þögn. ,,Æ, segðu bara eitt orð, segðu t. d. flaska, ef þér er mögulegt. V . Hinn fársjúki sprettur upp andvarpandi og sagði: ,,Er þá nokkuð í henni?“ Kvennfrelsi í Kítia. I blaðinu Thc London Magasine er bréf frá konu nokkurri er feröaðist til Kína og varð fyrir þeirri œru, að sjá og tala við Kína- drottningu. Frá fundum þeirra segir hún á þessa leið: Gamla konan var spurul og frétti um hvaða höfunda mér þœtti vœnst og hvað mörg börn ég œtti. Hún var hissa á ferðalagi evr- ópiskra kvenna og vildi vita hvort foreldrarnir útskúfuðu þeim ekki alveg fyrir flakkið og einþykknina. En hún notaði líka tímann til að láta í ljósi skoðun sína á kvennfrelsismálinu. Hún hélt því fastlega fram, að MongÖla-þjóðflokkurinn gæti engum verulegum framförum tekið fyr en hann leysti kvennþjóð sína úr ánauð og veitti henn full mannréttindi. Hún kvaðst þegar sjálf hafa stigið fyrsta sporið í áttina með því að fyrirbjóða kínverskum mœörum áð afmynda og örkumla fceturdætra sin.na með þröngum skóm.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.