Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 18

Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 18
290 VIII. 12. FREYJA er all hæöóttur, ýmist eru hceSirnar alrutt akurlendi eSa skógi vaxn- ar, stundum er það líka plantaSur skógur í jöínum íallegum röC- um, standa húsin vanalega hátt og sér frá þeim vítt yfir, sérstak- lega nálœgt miSbiki sveitarinnar. Eftir því sem norð-austar kem- ur í sveitina verður útsýniS meira ogfegurra, blasir þá sveitin viö slétt og tilkomumikil og má frá sumum bœjum sjá yfir hana alla, frá austri til vesturs og norðri til suðurs. Hún má heita innilukt af járnbrautum á allar hliðar og erhvergi meira en sex til átta mílur til nœsta markaðar, og frá miðbiki sveitarinnar hérumbil jafnt til þriggja n. 1. Baldur, Cypress og Glenbcro. Þar sem útsýnið var víðáttumest og fegurst, minnti það mig á Island, þegar maður frá einhverjum fjallatindinum horfði ofan yfir víðáttumiklar og fagrar sveitir, þegar við auganu blöstu, bleikir akrar og slegin íibi. Eins og það er björguiegt og fagurt að sjá sveitina í þessu á- standi,— ,,með hveitið í iðandi bylgjum, “ svo er oj ánægjulegtað sjá gleðisvipinn á andlitum þeirra sem eiga velferð sína undir upp- skerunni þegar þannig lítur út. I þessari ferS hitti ég einn affrum- ^yggj11111 byggðarinnar, herra Skúla Anderson, kunni hann frá mörgum afreksverkum aS segja, frá þeim reynzlutímum cg sannast á þeim sögum hinn forni enski málsháttur, ,, Virkileikinn er oft ■ undursamlegri en allur skáldskapur, “ og einhverntíma langar inig til að láta Fre}'ju flytja lesöndum sínum kafla og kafla er t’mi og rúm léyfir. Það er bœði skemmtilegt og uppbyggilegt að tala við hið eldra fólkið, sem ruddi brautina fyrir hina yngri kynslóð og lít- ur nú sigri hrósandi yfir langa og starfsama æfi og uppfylltar von- ir, meSan sól útiíðandi æfi gyllir skýjaraðir liðinna reynzlu og þrautatíma. Ég gat þess að hús stæðu víða hátt í Argyle.- Þar er og mjög vel hýst hjá flestum, sumstaðar eins og þar sem bezt er hjá lönd- um í Winnipeg að rafljósum og vatnsverki einu undanskildu. Eitt með myndarlegustu heimilum er ég sá í Argyle, erheimili þeirra Matthildar Halldórsdóttur og Stefáns Kristjánssonar (mr. og mrs. Christie). Var mér sagt at5 hr. Christie hefði lcomið þangað alls- laus unglingur fyrir 17 árum síðan, en nú er hann talinn með gild- ustu bœndum byggðarinnar. Hjá þeim hjónum fer saman gáfur

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.