Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 10

Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 10
282 FREYJA VIII. 12. Þeir félagar settu upp, í útjaðri borgarinnar, stórkostleg verk- stæði, þar sem allskonar klæðnaður, skótau og höfuðbúningar voru til búnir. Þessu stórkostlega verkstæði var skift í deildir, og í hverri deild var itnnið að sérstöku verki. Hattasmiðurinn, klæðaskerarinu, skósmiðurinn—höfðu sína deildina hver. En fegurst af öllum deild- unum, var blómadeiL'din, þar sent allskonar blóm vorit plöntuð og nærð. Á verkstæði þessu hefði lesarinn getað séð vinkonur sínar, scnt hann hefir svo1 lengi fylgst með. Hér höfðu þær aðalumsjón yfir kvenndeildinni, sögðu fyrir og hjálpuðu til. Klukkan sjö á morgn- ajta var verkstæðið opið, og streymdi þá þangað hópur af glaðlyndu fólki. Þetta fólk vann frá kl. 7 á morgnana til kl. 12. Fóru þá allír heim til að borða. Kl. 1 e. m. var verkstæðið opnað á ný og ttnnið til 6 e. m. En það var allt annað fólk, sem vann síðat i hiuta dags- ins. Vinnutiminn var að eins fintm kl. á dag ívrir hvern einstakling, fyrir þá vinnu fengu þeir fullt kaup. En hvar átti allt þetta fólk heima—hundruðin sem unnu á þesstt afarstóra verkstæði? Þeir sent áttu föður og móður eða annaðhvort lifandi, dvöklu hjá þeim. Hinir hohtðu sér niður hvar sem þeir gátu. En einnig þetta er aö breytast. Þriöja bvggingin, afarstór hef- ir verið reist skammt frá ánni, og svo langt frá verkstæðinu að það er 15 mínútna gangur fram og aftur .Umhverfis þessa nýju byggingu er listigarður, með grænum flötum, ntargvíslega litum blómbeðum, ótal gosbrunnum, stórum limríkuih trjám, fögrum skógargöngum og lunditm. Að þessum listigarði og hinni afarmiklu byggingu, sem verða á framtíðarheimili allra þeirra, sent vilja, af fólki því, .er vinnur við verkstæðið, hafa ntenn unnið í þrjú ár. En það átti að verða meira en heimili þess, það átti aö veröa skóli, leikhús og lestrarsalur fvr- ir fólkið. Á leikhúsi þessu skyldu hinir ágætustu leikflokkar leika. Þar skyldi og öll þægindi fyrir þá við hendina. Þeir áttu <ekki að hrekjast um elleftu stundu og þaðan af seinna út í vetrar kuldann til að leita sér heimilis á gistihúsum. Þar var og stór salur meö allskonar heimsins beztu listaverk. sem örva skvldi listalöngun Hstamannsins. í iestrarsalnum skyldi gnæðg góöra bóka. Þar skyldi hin menntaþyrsta sál svala þorsta sínum, með þvi að sökkva sér nið- ur i verk hinna ágætustu höfunda, og til þess höfðtt allir nægan tíma, þar sem vinnutíminn var eintingis fimm klukkutímar á degi hverjum. Ekki má heldur gleyma að minnast á baðkerin. Þau voru stór og mörg og aölaðandi—stærri og fieiri en á „Heimili Hildu“ enda áttu flciri að nota þau hér. Svo var til ætlast, að kvöldverður yrði aöal máltíðin hér eins og

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.