Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 19

Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 19
VIII. 12. FREYJA 291 og búvit, fram yfir þaS sem vanalega á sérstaö, þó þaö sc ekki al- mennt taliö að eiga samleiö. Mrs. Christie er, eins og allt henn- ar fólk, heit fyrir kvennfrelsismálinu og vill hjálpa til aö þoka því í rétta átt. Eins og allstaðar þar sem almenn vellíðan ríkir, er fólkiö al- mennt frjálsmannlegt og fallegt. Sjálfstæðissvipurinn situr æfm- lega vel á fólki. Skoðanamun má þar fmna allmikinn í ýmsum málum ef vel er leitað, en víðast mun þó vel með hann farið. Séstaklega var ferð þessi gjörð til að vinna fyrir Erindi mitt Freyju og kvrennfrelsismálið og get ég með sanni til Argyle sagt, að hvorttveggja gekk langt fram yfir þaö sem ég hafði gert mér nokkrar vonir um,og það þó sum- ir áiíti vonir mínar fremur loítkenndar stundum, þegar um þess- konar málefni er að ræða. Hvervetna mœtti mér hin alkunnaís- lenzka gestrisni og víða sönn og innileg vinátta gegnum starf mitt við Freyju, enda bcettust henni yfir 50 nýir áskrifendur viö þessa ferð mína. Kvennfrelsismálið ræddi ég við ýmsar konur, bœði konur í kvennfélögum og utan þeirra. A Baldur er nýtt kv.félag, sem heitir ,, Baldursbráin, “ talaði ég við nokkrar forstöðukonur þess, og má vænta að það félag taki kvennfrelsismálið upp á dag- skrá sína innan skamms, enda samanstendur það félag af mörgum ágætis konum. Einnig má og vœnta að hin önnur kv.fél. byggðar- innar geri slíkt hið sama, sérstaklega kvennfélag vesturbyggðarinn- ar, því þar á það margar góðar og öflugar stuðnings-konur. Margir ókunnugir ætla að póst-hús þetta og Skálholt P.O. byggð súer tilþess sœkir tilheyri Argyle, en svo er þó ekki, heldur t’lheyrir það Cypress héraðinu. Almennt er það kallað , ,að fara norður í hóla, “ er menn fara frá Glenboro um byggð þessa eða mestan þann hluta hennar er land- byggja, enda er byggð sú hólótt og víða sendin. Þó er þar sumstaö- ar mjög fallegt, einkum sunnan við hólana, eru þar sléttir og frjóir akrarmeð skógarbuskum hér og þar, sumstaðar plöntuðum, búa nokkrir landar á því svæði. Inn í hólum þessum sá ég akur eins fallegan og á nokkrum öðrum stað á leið minni. Gegnum hóla þessa liöast Assiniboine áin í ótal hlykkjum og fer geyst. Fisk-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.