Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 5

Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 5
VIII. 12. FREYJA 277 í fanginu, sem þœr veröa að bera fram og aftur um borgargöturn- ar. Þger eru fengnar til aö gera þaö fyrir eitthvaö ósköp lítiö -— bita eöa spón, eða hálf slitna fatagarma. Stundumeru þessi börr; feit og þung, langt of þung fyrir þessar litlu mömmur eða fóstnir, eins oer almenningur kallar þœr aö gamni sínu eöa í því skyni að hœla þeirn fyrir starf þeirra og skyldurækni. En stundum eru þau aumingjar, sem ,, litlu mörnmurnar“ ráöa ekki viö — kunna ekki meö aö fara, af því aö þœr eru sjálfar einungis börn. En utan um nafnið litla matnma, heftr ofinn verið nokkurskonar töfrxhjúpur sem blindar almenning fyrir hinum raunalega sannleika, sem felst á bak við það . Ymsar sögur eru sagðar um nærgætni og trú- mensku ,,litlu inömmunnar,“ sannar sögur. En þaö er eins og enginn muni eftir því aö hún er sjálf barn, sem þyrfti eftirlits intia eldri, en hvorki kann að fara meö ungbörn, sérstaklega séu þau aumingjar, né heldur voeri sanngjarnt aö œtlast til að hún kynni það. Það er ekki þeim aö kerma þó yngri börnin líði undir þessu fyrirkomulagi, þœr gera eins vel og von er til — það bezta sem þærgeta, og meira er ekki af þeim heimtandi. En hvar eru mœðurnar? spyrjið þér. A verkstæðunum, auö- vitað aö vinna, vinna, VINNA! Er það nú svo undarlegt að börnin deyi? Þér segiö að þetta sé allt fáfræði mœðranna að kenna. Vera má að svo sé. En hví eru þær fáfróðar? Af því að þœr eru svo fátœkar\ Enn þá er sagan ekki hálf sögð. Ég get ekki sagt þér hana eins og hún er, því til þess að skilja hana eins og hún er í raun og veru, yrðir þú að geta séö inn á hvert heimili örbirgöarinnar, þú yrðir að hevra hið átakanlega vein barnsins meöan það er að dragast upp og sjá angistarsvip móðurinnar sem situr yfir því og sér œskuna heyja þetta voðalega stríð við dauðann — situr von - laus, aðgerðarlaus og úrrœðalaus, vitandi vel, að fáeinir dalir gœtu frelsað líf barnsins hennar ef hún aðeins hefði þá. En þeir eru ekki til og því verður barnið hennar að deyja. Þú yrðir að hafa ráð á heilu hafi til að safna í tárum þínum ef þú ætlaðir aö kynn- ast þessari sögu til hlýtar. Ef líkamir þeirra barna sem árlega

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.