Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 6

Freyja - 01.07.1906, Blaðsíða 6
278 FREYJA VIII. 12. deyja .fyrir skort, vœru lagðir hliö viö hliö, þessir litlu líkamir, sem ekki eru yfir átta þumlunga aö þvermáli—vœru þeir lagöir hliö viö hlið í beinni línu, mundi sú lína taka yfir 25 mílna svæöi. Og'þú yrðir að sjá þessa röð af ungbarnalíkum tii þess að hugurinn grípi þá alvöru sem felst í þessari sögu. Þaö er ein tegund af ,,þjóðar- sjálfsmorði, “ ■—önnur tegund en sú, sem Roovelt forseti minntist á. Að eiga meira af börnum, fyrir fátæklingana, meinar þá meiri ungbarnadauða — meira, stœrra, hryllilegra þjÓÐAR-sjÁLFSMORÐ. Niðurlag næst. Þegar Henrrik Ibsen ba'ð sér konu. I svensku tímariti stendur eftirfylgjandi saga um Ibsen: Þegar Ibsen var enn þá starfsmaður við leikhúsið í Bergen, var það að in fjörlegu augu innar fríðu dóttur Thoresens prests heilluðu huga lians. Eftir talsverða yfirvegun ákvarðaði Ibsen að flytja henni skrif- iegt bónorð. I línum þeim óskaði hann eftir munnlegu svari er hann sjálfur heimsækti hús þeirra Thoresens kl. flmm síðdegis. Yrði þegar íuóti sér tekið, skoðaði hann það sem jáyrði, og að hann hefði fundið greiða ieið að hjarta ungfrúarinnar. Klukkan endaði síðasta slagið í fimm er Ibsen var á staðnum og hringdi dyrabjöllunni. Stúlka kom til dyra og tók við nafnmiða hans, jafnframt og hún undirfurðulega nokkuð bauð honum að ganga inn í salinn, þar sem þó alls enginn var fyrir. Áður en stúlkan fór, bauð hún honum sæti og kvað ungfrú Thoresen mundi brátt verða þar. Ibsen settist niður vonglaður ’og þótti í öðru vænt um að hafa ráðrúm til að hugsa stundarkorn ró'ega. Nokkrar mínútur liðu þannig að enginn koin, mínúturnar urðu að kortérum og það lá við að Ibsen fyndist tíminn verða sér heizt til langur þarna einsömlum, Ilann fór að skrefa um gólfið 0g leit af og til á úr- ið sitt. Ilálftíminn leið og enginn kom. Skyldi einhver misskilning- ur vera í öllu þessu? Oskiljanlegt. Nei, það gat hreint ekki átt sér stað. Stúlkan hafði komið með rfttta svarið, allt eins og áskilið hafði verið í bréfinu—. Þrjú kortér liðu, Ibsen var nú farinn að ganga hratt um gólfið, Klukkutími og hálfur leið. „Væri ekki réttast að fara?“—

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.