Freyja - 01.10.1906, Blaðsíða 7

Freyja - 01.10.1906, Blaðsíða 7
IX. 3- FREYJA 55 fjTÍr sig ef þeir ineintu ekkert með því. Oft reynist þetta líka svo og er þá vel. En fari þaö nú á annan veg, og þaö hafi einungis verið leit, sem endaöi þannig aö þeir voru ekki ánœgðir og hætta svo við, hættir stúlkum við að skoða það slæma meðferð á sér, ástasvik og hvað annað og taka sér það mjög nærri. Skyldi nú piltunum lítast vel á stúlkurnar og fara aö þykja vœnt um þær, álíta þeir eðlilega aö meö því að fara með sér og þiggja að sér, séu þær aö gefa þeim undir fótinn. En fari nú svo að þessar velvildartilfinningar séu ekki sameiginlegar, álíta þeir illa með sig farið, og aö stúlkurn- ar hafi haft sig fyrir ginningerfífl, ,,þegið að sér, án þess aö meina annað en hafa góðan tíma á sinn kostnað. “ Þessi kvörtun er all tíð og er því miöur of oft á rökum byggð. En slíkt er niðurlægjandi fyrir hverja stúlku og getur hæglega leitt til siðspillingar. Það er-og engin furða þó piltumgremj- ist það, enda henda þeir oft gaman að því sín á rnilli og mundu þá fáar stúlkur kæra sig um að vera umtalsefnið. Að vísu er þetta umtal oft meinlaust og hlægilegt, en það er líka oft gremjublandið, beiskt og satt. Einu sinni t. d. heyrði ég pilt segja frá því, að hann hefði einusinni verið á gangi með tveim stúlkum, farið með þeim inn til aldinasala nokknrs, og keypt að honum aldini til að gæða sér og stúlkunum á, eins oghann hafði svo oft gjört áður, En er borga skyldi, hafði hann e-kki nóga peninga. Varð aldinasalinn þá vondur, en pilturinn svo hrœddur að hann tók til fótanna og hafði aldinasalinn ekki af honum rneira. En geta má nœrri hvernig stúlkunum hafi orð- ið við er þcer sáu félaga sinn hverfa þeim á þenna kynlega hátt. Til allrar hamingju höfðu þær BÓg til að borga mis- muninn og sluppu við það. Hitt hefir komið fyrir að fólk hefir sœtt talsverðum óþægindum fyrir samskonar glappaskot. Einusinni t. d. sagðist stúlka hafa orðið að sitja tvo klukku- tíma í svaladrykkjabúð, sem pantur fyrir því er hún og félagi hennar höfðu þá neytt meðan hann sókti andvirði þess og leysti hana svo út. Þessa stúlku þekkti ég vel og ve'.t að sagan er sönn. Það var enginn hrekkur af piltsins hendi, hann hafði einungis skift fötum áður en hann fór að heiman oggleymt að taka peningana úr þeim. En stúlkan sem var vön við að

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.