Freyja - 01.06.1908, Blaðsíða 11

Freyja - 01.06.1908, Blaðsíða 11
X. II-I2. FREYJA 267 Fyrirlesarinn lagði sé'rstaka áherzlu á þaö, að svœsnustu andstæðingar kvennréttindamálsins vœru ekki karhnennirnir, heldur afturhaldshugsjónirnar í heiminum, rígbundnar viö lög og venjur, fergdar undir riki margra alda. Ástœðurnar gegn jafnrétti kvenna vœru hvervetna hinar sömu, hvort heldur í Bandaríkjunuin eða Manchuríu, Englandi eða Tyrklandi — hvort sem maður snöri austur eða vestur, norður eða suður. Ottinn fyrir því að himin og jörð forgangi ef brugðið sé af eld- gömlum vana, og það þó vaninn hah í öndverðu orðið til á kúgunarárum einhverra hinna mestu mannnýðinga sem sagan Veit af, enda vœru flest ólög þannigtil orðin. Hún hvatti konur til að standa saman sem fastast því það væri hin eina ieið til sigurs. Fyrirlesturinn er bæði fróðlegur og skipulegur, en of langur til að endurprentast hér að þessu sinni, með því að innihald hans er lesendum Freyju áöur kunnugt að svomiklu leyti sem það er yfirlit yfir sögu Kvennréttindahreyfingarinn- ar. Engu að síður œtti hann að prentast fólki til uppörfunar og fróðleiks og má vera að það verði síðar gjört . En nú býst ég við að sumum kunni að þykja nóg komið af Kvennrétt- inda-skrafi í bráð. En ég verð að biðja fólk að hafa þolin- mæði við mig rétt í þetta sinn, því enn t.r nokkuð eftir, sem synd vœri að ganga fram hjá. Nœsta Allsherjar þing kvennréttinda kvennfélagsins verð- ur haldið á Englnndi. Kanada konur höfðu óskað eftir, aö það yrði haldið í Kanada. £n vegna baráttnnar sem stend- ur yfir á Englandi kom öllum saman um, að heiilavænlegast mundi að hafa það þar. Vér Kanada konur gleðjum oss þá í þeirri von að annað þing hér frá verði haldið einhverstaðar í Kanada, máske í Winnipeg. Kvennréttindakonur á Frakklandi Einnig Frakkland. héldu innanríkisþing sitt 26. 27 og 28, júní s.l. Að heiðursfélögum gjörðu þœr menn úr báðuin deildum þingsins og nokkra aðra embættis menn sem reyndir voru að því að vera hlynntir máfum þeirra og settu suma þeirra í nefndir. Þing þetta var vel sókt, um,- ræðuefni, ,,Kosningaréttur og kjörgengi kvenna. “

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.