Freyja - 01.06.1908, Blaðsíða 20

Freyja - 01.06.1908, Blaðsíða 20
276 FREYJA X. 11-12. „Og mér dettur ekki í hug að hafa þessí kræklóttu kvikindi fyrír börn,“ hrópaði Agnes. „Og mér ekki lieldur ogég vil ekk< hafa þau f húsinu mínu,“ sagði Jana og var hin æstasta, Nokkra stund hélt Cunningham f» fram að biðja þær með góðu, en er hann sá að engu tauti varð við þær komið rann honum einnig í skap. „Þá skal ég ekki heldur hafa brúðutuskurnar ykkar fyrir mín börn,“ sagði hann og þeitti þeim af kappi út úr kofanum og minntí þær um leið á, að hann, en ekki þær ætti húsið. Eins og nærri má geta urðu mömmurnar uppvægar erþærsáu meðferðina á brúðunuin og hlupu þegar til að bjarga þeim. „Þú ert vondur strákur,11 varð Agnesi að orði er þær höfðu borgið brúð- unum og þá þeytti hún beitukönnunni út. Nú vagð Cunningham alveg frásér numinn af bræði og hljóp til að bjarga blóðsugunum sínum, en gremja 0g viðbjóðnr léði hinum svívirtu mæðrum vængi svo þær urðu fyrri og tróðu nú kvikindi þessi með ákefð ofan í jörðina. Réðist Cunningham þá á konurnar sínar og liófst þar ófagur leikur. Flykktist nú fólk að úr öllum áttum og ungfrú Allan bar Cunningham hljóðandi af vígvellinum. „Eg vil ykkur ekki fyrir konur, og þið skuluð ekki Ieika ykkur í mínu húsi, ég ætla að geyma beituna hans Jimma þar,“ hrópaði Cunningham. Ungfrú Allan þaggaði hógværlega niður í honum, en hann hróp- aði því hærra: „Eg vil þig ekki heldur, —Getur þú ekki tekið hana, Ned Carey? Ó taktu hana,“ sagði hann með grátstaf í kverkunum, sleit sig svo lausan og settist hjá leifunum af beit- unni sinni og þar fann Jim hann grátandi. „Hvað gengur að þér, Cunningham?“ spurðl Jim. „Þær —þær fleygðu beitunni,“ stundi hann upp.- „Kærðu þig aldrei,“ sagði Jim og klappaði vingjarnlega á bakið á honum. „Svonaeru allar stúlkur hvort sem er, rífast um alla hluti og spilla ánægju manns, jafnvel þó þær verði eins gamlar og Marfa frænka. Svo getum við náð meiri beitu þegar fjarar,“ Með það settist /im hjá honum í grasið, En er það dugði samt ekki 0g félagi hans hélt áfram að skæla, bætti hann við: „Þú mátt ekki skæla, Cunningham, það gjöra bara stelpukrakkar.“ Þetta dugði. Cunninghara var breyttur. Barnið var orðið að dreng, sem upp frá þessu lék sér einungis með sér eldri drengjum þroskaðri fyrir reynzluna, sem rak hann út úr paradís barnsleg* sakleysis og trúnaðartrausts.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.