Freyja - 01.06.1908, Blaðsíða 13

Freyja - 01.06.1908, Blaðsíða 13
X. 11-12. FREYJA 269 sömu lög miða til þess að tœma auðsuppsprettur ríkisins, og með því grafa undirstöðuna undan velmegun komandi kyn- slóða. Vér viljum enn fremur vekja athygli yðar á þeirrisið- ferðislegu hættu, sem nú vofir yfir œskulýð þjóða r vorrar. Bœði sanngirni og nauðsyn krefjast þess. að konur fái jafnrétti við karlmenn, svo að þær hafi hönd í bagga með að leggja þann grundvöll, sem framtíðar farsœld þjóðarinnar sé borgið á. Þess vegna skorum vér á Lýðveldissinna þá er nú sitja á þingi til að útnefna merkisbera þjóðarinnar og ákveða stjórn- málastefnu hennar, að bæta Jafnrétti kvenna á stefnuskrá sína. Anna H. Shaw, Rachel Foster Avery. Florence Kelly, Alice Stone Blackwell, Kate M. Gordon, Harriet Taylor Upton, Laura Clay, Mary S.' Sperry. Samskonar skjal var sent á útnefningar-þing Sérveldis- manna. A því þingi var ein kona—frá einu því ríki í Banda- ríkjunum sem veitt hefir konum jafnrétti. Með fulltingi eins af samverkamönnum sínum vann hún örugglega að því, að fá serveldisflokkinn til að sinna framan prentuðu bréfi. Oghvergi er þess getið, að flokksbrœður hennar sýni henni nokkra lítils- virðingu fyrir það, að hún, konan, skuli vera að vasast í pólitík. ------o---— . . SMÆLKI. Nirfillinn:—, ,Ég bænhéyri einungis þá sem eiga bœn- heyrzlu skiliö. “ Gjöfull:—-,,Hverjir eru það?-1 Nirfiliinn: —, ,Þeir sem aldrei biðja. “ Málugur: —,,Ég veit af einu, sem kvennfólki þykir enn þá vænna um, en að láta segja sér leyndarmál, “ Forvit- inn: —,,Hvað er það?“ Mál.: —,,Að uppgötva þau sjálft. “

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.