Freyja - 01.06.1908, Blaðsíða 19

Freyja - 01.06.1908, Blaðsíða 19
X. IS-I2, FREYJA 279 aiði gjöfina eins og hér hefði verið um töluvert að ræða, en bað (hann &ð geyma hana fyrir sig og þótti Cunningham vænt um það, Jiví það hafði kostað hann ‘býsna mikia sjálfsafneitun að gefa það sem Jimmi hafði svo nýlega gefið honum. En þessi r<5 varð enda- aslepp því nú kom Jimmi og var hámæltur, „Og hverning gat ég vitað að þú myndir þarfnast baðhúss- ins og hvar má ég þá hafa það? Eins og 'það mætti ekki vera þarna á hillunni, bak við spegilinn?“ Ailtþetta sagði hann við Maríu systur mína á leiðinni til míh. Við mig sagði hann í gremju og ásökunar róm: „Mamma, hún María ætlar að henda beitunni aninni aftur, ogég var heilan Mukkutíma að tína liana. Ég hefi bvergi frið með hana fyrir Maríu, hvorki I ísskápnum, undir rúm- inu mínu eða í baðkúsimu, og þóétur hún meiri fisk en við hin öll til samans.“ Cunningham hijóp til hans og sagði með barnslegum ákafa og hluttekning; „Má ég ekki geyma beituna þína fyrir þig?*‘ „Og hvar svosemættir þú aðgeyma hana?“ sagði Jim stutt- lega. „Eg á hundakofa sem ég get geymt hana í,“ sagði hann og benti honum á húsið sitt. „Sjáðu bara, þarna skal ég geyma hana og María skal ekki náí hana,“ sagði hann og mældi Maríu írá hvirfii til ilja og bætti svo við: ,,Hún festi sig í dyrunum eí hún reyndi að fara iun.“ „0 hvað ætli þú passir,“ sagði Jim tortryggnislega. „Eg ska! passa hana vei og hjáipa þér til að ná meiru því ég kann að grafa blóðsugur," sagði Cunningham. „Nú jæja þá,“ sagði Jim góðiátlega og Cunningham var upp með sér af því, að þessi stóri,sterki drengur skyldi þiggja þjónustu sína. Jimmi var fyrirmyndin hans og sjálfur óx hann töluvert við að vera kominn í þjónustu hans og hafa þar sérstakt verk að vinn. Klukkutímum saman leitaði hann að blóðsugum í fjörunni, konur og börn voru gleymd. Þegar heimilisfeður forsóma heim- ilisskyldur sínar fyrir skémmtanir eða ímyndaðar skyldur, leiða af því vandræði fyr eða síðar, enda steðjuðu nú vandræði að Cunn- ingham frá öllmn hliðum. Þær Agnes og /ana kunnu þvf illa að vera einar og söknuðu hans, „Hvers vegua getið þið ekki haft blóðsugurnar fyrir börn líka, og þá hefðum við mörg börn?“ heyrði ég Cunningham segja í biðjandi málróm. Það var daginn sem konurnar hans fundu blóðsugurnar í leikhúsinu þeirra .

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.