Freyja - 01.06.1908, Blaðsíða 43
X. V1-12
FR'EYJA
2C)t>
hafa veriö með jafnrétti kvenna, einnig kvað ha.nn lútersku
kyrkjuna hafa veitt konum jafnrétti í sínum kyrkjumálurn og
lengra nær auðvitað ekki vald. hennar- En svo rík er venjan
.gegn réttindum kvenna þareins og annarstaðar, að örðugt
veitir að sigrast á henni. Sem dæmi mœtti getaþess, aöenu
j)á hefir ekki tekist að senda konur sein fulltrúa á kyrkjuþing
.Lúterskra matina í landi þessu og hefir þó ve.riö til þess reynt
■og það nú síðast í sumar. Að svo er, vei-t ég víst, því nýlega
skrifaði mér -ein af hinum merkustu konum í einni af
.byggðum Islendinga, að stungið héfði verið upp á einni konu
fyrir fulltrúa á síðasta kyrkjuþing. En svo lítinn byr fékk
•nýlunda þessi að konan fékkeinungistvöatkvæði, uppástungu-
inanns og styðjanda, eg mun þó sú kona hafa verið til nefnd
;sem líklegust var að hafa gott fylgi ef -nokkur kona annars
■hefði það.
Um þetta atriði er ekki ritað lútersku fóiki til lasts, held-
■ur einungis til þess að sýna heljar-atf vanans -—jafnvel þar
•sem bókstafnum hefir brey-tt verið, og að fólkið verður sjálft
aö vakna til meðvitundar um tilveru þessa afls —reka sig á
það og kenna tii undan því, ef því á að auðnast að vinna sig-
ur á því.
Bœjarstjórinn J. Sigurðsson fór sem sagt mjög hlýjum
‘orðum um jafnréttiskröfur kvenna og kvað það álit sitt, aö
þeir rnenn, sem enn þá vœru andstœðir þeim, vœru ekki það
sem á ensku sé kallað, fair mitided, (sannsýnir). Jafnrétti,
kvaðst hann álíta að konur fengju hvenær sem heildin óskaði
þess. Enn sein kornið sé, sé það einungis lítill hluti kvenn-
fölksins sem óski þess.
Hvervetna kemur það fram, að vér gjöldutn þeirra, sem
ekki vilja og ekki skilja dýrmœti þessara réttinda og er það
eins sorglegt og það er ósanngjarnt, jafnvel þó það sé ekki
með öllu ónáttúrlegt. En borgaraleg réttindi eru ekki þving-
unargjöf. Þeir menn sem ekki nota þau réttindi, og þeir eru
rnargir árlega, eru ekki sviftir þeim framvegis fyrir þá sök, né
heldur dettur nokkrum í hug, að svifta aðra karlmenn þessum
réttindum vegna hinna, sem ekki nota þau. Engum kemur
heldur við, hvort allar kanur vilja þessi réttindi c’da nota þai)