Freyja - 01.09.1909, Blaðsíða 14

Freyja - 01.09.1909, Blaðsíða 14
3§ FREYJA XII. 2. varð eins og niSur í ísþrungnum vötnum. ,,Heimskingjar!“ sagöi baróninn. ,,Svo fávísir eruö þiö, aö þi5 vitið ekki einu- sinni hvaö þið viljið, og gangiö gapandi í snþruna ef einhver fanturinn setur hana upp fyrir yður. “ Rómu bauð við baróninum og gekk því yfir að öðrum ghigga, en þá heyrði hún blásið snögt í horn og síðan sagt hátt og snjalt. ,,Rómverjar! I nafni laganna býð égyður að skilja og faraheim!“ Það var framkvæmdarstjóri lögreglu- stjórans sem þetta sagði, Róma sá hann í einkennisbúningi sínum standa á neðstu tröppunni sem lá upp að húsi hennar. En fólkið si’nti ekki kalli hans en söng því meira. Þá endur- tók hann þaö með sömu afleiðingum ogeinhver hrópaði: ,,Lifi iýðveldi mannsins!“ Ög þá var hrópað í hvellum róm: Skjótið! Þá dundi fyrsta skothríðin og niðri kváðu við neyð- aróp kvenna og barna. ,, Vertu róleg, þessi skot fóru of hátt til að saka nokk- urn,“ sagði baróninn við Rómu, en það hughreysti hanalítiö enda kom nú Angelelli inn í þessum svifum ogán þessað anza spurningu hennar um hvað gengi á, veik hann sér að barón- inum og sagði: ,,Óheppilegt atvik hefir komið fyrir, Exellency. Fólkið sinti ekki aðvörununni svo þegar skotin riðu af, hafði eitthvað af fólki verið uppi á efri svölunum á þessu húsi og nokkrir meiðst en eitt barn dáið. “ ,,Hver átti barnið?'1 ,,Það vitum við ekki, en faðir þess er þar og æsir fólkið til uppreistar verði hann ekki tekinn strax. “ ,,Foerið konungi þetta og bíðið eftir svari. A bakaleið- inni getiðþér gefið út þá skipun að borgin sé undir herstjórn,“ sagði baróninn og rétti lögregluþjóninum innsiglað embœttis- bréf. Angelelli hneigði sig og var að bugta sig út þegar bar- óninn kallaði til hans og sagði: „Augnablik! Sendið menn til Piazza Nevona og látið handtaka David Rossi. Þér gjörið það samkvœmt 252 gr, fyrir það, að hann beiti hinum takmarkalausu áhrifum sínum á fólkið til að æsa það í ræðum og ritum, gegn lögbundinnÉ stjórn. Fariö nú varlega. “

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.