Freyja - 01.09.1909, Blaðsíða 47

Freyja - 01.09.1909, Blaðsíða 47
XII. 2.-3. FREYJA 7 o fyrir nokkrum árum síöan, Hr. Albert Kristjánsson, tilvon- andi Unítara prestur og séra Rúnólfur Marteinsson á Gimli eru báðir ákveðnir kvenréttindamenn. Vér höfum ogástæðu til að œtla séra Guðmund Arnason, hinn ný-vígða Unítara prest það líka. Og enn fremur, að séra Friðrik Hallgrímsson í Argyle sé þar ekki fjarriog byggjum þá skoðun áræðuþeirri er hann fíutti 14. júní s. 1. ásamkomu G. T. í Argyle, Og vér höfum haldiö að telja mætti séra J. P. Sólmundsson á Gimli með. En hvað þýðir þessi upptalning? kunna margirað spyrja. Hún þjrðir það, að því fleiri af ieiðtogum þjóðanna, sem fylla þennan fiokk, því nœr er málefni vort sigri. Því fleiri, sem tala fyrir því og í sem flestra manna áheyrn, því betra. Það þýðir líka og sýnir annað, n. 1. þaö, að málefni vort er engum kreddum eöa klíkum háð. Samvizka eða réttlætis- tilfinning manna aðhyllist það og talar fyrir því, án tillits til þess, hva&a. ýlokki þeír tilheyra, stjórnfrœtHslega eð'a trúfrœS- islega.—eftir því, á hvaða siðmenningar og þroskastigi rétt- lætistilfinning þeirra stendur, og meira: Dómgreind þeirra um, hvað þjóðunum sé fyrir beztu. Því. ,,hvað getur sér líkt.“ Fáfróðar, kúgaðar, eða léttúðugar, ábyrgðarlausar, og glisgjarnar mæður. börn, sem jafn auðveldlega kúga aðra eða láta aðra kúga sig eftir því, hvernig ytri lífskjörin eða aðrir búa í hendurnar á þeim, Því frjálsari,mentaðri og göfg- ari sem mreðurnar eru, því heillavænlegri og betri framtíð á mannkynið fyrir höndum. Hver er svo fáfróður, aö hann viti ekki þetta? Eöa svo vondur, að hann vilji ekki boða öðrum þann sannleik, ef hann veithann sjálfur? ,, SUFFRAGE-NEFNDIN, ‘ ‘ — Grein þá er byrjað var á í síðustu Freyju og endar í þess- ari, og vér gátum um að ritst. Lögbergs hefði neitaS að taka, er prentuð að fullu í 51. og 52 nr. Heimskringlu þ. á. Vér vildum sérstaklega draga athygli fólks að bessarigrein, því húnsýnir kvenréttindabaráttuna á Englandinokkuð frá annari hlið en fólk á að venjast, og um leið þakka ritst. Hkr. fyrir að taka hana upp.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.