Freyja - 01.09.1909, Blaðsíða 21

Freyja - 01.09.1909, Blaðsíða 21
yTI. 2.-3. EREYJA 45 ing1, erég einnig fús til að gleyma að hann hafi nokkurntíma ver- ið annað.‘‘ Hér þagnaði hann um stund eins og til að gefa orðum sínum meiri áherziu og bætti svo við: ,,En dugi það ekki, verða lögin að hafa sinn gang og. Róma Rosselli að fullkomna það sem Róma Volanna byrjaði.“ I þessu rak Felice höfuðið inn úr dyrunum og kunngjörði baróninum komu þeirra Angelellis og Minghellis, og gekk barón- inn fram í fremri stofuna til móts við þá, en Róma út að giuggan- um. Alt varhljótt úti fyrir nema marrið í snjónum meðan her- mannasveit gekk þar fram hjá, Að því búnu heyrðist ekkert, nema samtalið í fremri st(>funni sem var á þessa leið: „Uppreistin er bæld niður, Exellency.'1 ,,Agætt.“ „Slysin hafa verið fá og smá, nokkrir meiðst 0g einn drengur dáið." ,,Vitið þér hver átti drenginn?“ ,,Brúnó Rocko, vinnumaður Donna Róma 0g hann æsir fólkið til nýrrar uppreistar sé hann ekki handsamaður strax. Drengur- inn var í einhverjum hátíðabúningi og á leiðinni til Donna Róma þegar slysið vildi til.“ Rómu svimaði og greip í borð til aðstyðja sig,en á þessu borði voru steinhöggvara verkfæri hennar og rétt hjá því stóð stand. myndin af Rossi. ,,Alt þetta er gott, en þör hafið enn ekki frætt mig um það sem mestu varðar. Eg vona samt að þör halið liandtekið Rossi?" ,,Því miður höfum við ekki gjört það,“ Exellency, hann fór strax að heiman þegar uppreistin hófst og við erum 'hræddir um að hann hafi far'ð með lestinni sem fór rétt áður en borginni var lokað." Rómu lá við að hljóða upp af fögnuði en þagði þó, ,,Jæja, það er komiö sem komið er. Sendiðsamt hraðskeyti til allra brautarstöðva á landamærunum og sjáið svo um að engum verði slept af neinni lest fyr en þær hafa varið rannsakaðar og iátið mynd af Rossi fylgja skipun þessari." „En vandræðin liggja í því, að engin mynd er til af Rossi, Exellency.“ „Jú hér er ein.“ sagði baróninn napurlega og sýndi þeim standmyndina af Rossi í innra herberginu hjá Rómu. „Húsmóðir- in lofar oss að hafa hana til fyrirmyndar fyrir ljósmyndum,"

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.