Freyja - 01.09.1909, Blaðsíða 30

Freyja - 01.09.1909, Blaðsíða 30
54 FREYJA XII 2.-3. an í stól og sagði í beiskju hjarta si'ns; ,,Hvers viröi er ást konunnar? Eintóm ást? Það eru einungis ,,fellingar, útflúr og fjaðrir, “ sem vinna hjarta -mannsins!“, II. I-r-r I-r-r! Þetta er Bob, hugsaði Franxes, opnaði þvf hurðina með hœgð og hvarf svo bak við hengitjöldin í næsta herbergi. ,,Helló. Frank! Flvar ertu?“ sagði Bob glaðlega. Það var komið mánudagskvöld og hann var að sækja hana eins og hann hafði gjört ráð fyrii til að sýna henni unnustu sína. Hann heyrði pilsaþyt og skrjáf í silkikjól. Hengitjaldið var dregið til hliðar og frammi fyrir honum stóð Frances— ekki eins og hann hafði búist við henni í snyrtilegu hversdags- fötunum sínum. Heldur í bláum silkikjól, yfirklæddum meö rós-litum netslæðum, í ótal fellingum, sem þó sýndi aðdáan- lega hinn netta vöxt hennar, Um hálsinn hafði húnskraut- legan fjaðra-kraga og á höfði hvítan hatt með bylgjandi hvít- um fjöðrum, og hvíta fingra silkivetlinga,sem féllu vel aðnettu smáu höndunum hennar og huldu gjörsamlega alla blekbletti og önnur vinnumerki, Hann stóð sem steini lostinn og horfði á hana orðlaus af undrun, ,,Hvað gengur að þér, Bob?“ sagði hún brosandi. Hendurnar féllu magnlausar niður og glaðværðin flýði augu hans, ,,Ég- ég átti ekki von á þessu, þú gjörir mig hissa, “ stamaði hann hálf vandrœðalega. ,,Ó, svo þér lízt ekki ámigíþessum búningi—finnst hann ekki hœfa mér eða ég honum Þér þykir ég ekki falleg, “ sagði hún og mátti sjá vonbrygðin í svip hennar. ,,Falleg! Þú heflr þó ekki keypt þetta dót einungis til að—“ hér þagnaði hannalveg ráðalaus. ,,Einungis til að leika í, “ tók hún fram í, ,,Ó nei, það er mikils til of dýrt og þú veist hvað borgað er fyrir hvern frétta dálk. Én vinstúlka mín hérna uppi á loftinu er leik- kona. Ég bað hana að ljá mér bara í dag fallegustu og dýr- ustu fötin sem hún oetti til. “ Hann, starði á hana undrandi. Hvað þessi föt fóru hennj

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.