Freyja - 01.09.1909, Blaðsíða 39
XII. 2.-3.
FREYJA
63
af ást hvort til annars og trausti á sjálfum sér og framtíöinni
má vera aö þau hafi haft alt sem útheimtist til að byrja vel
og komast vel af, “ sagði ég.
,,En þau áttu ekkert til og byrjuðu búskapinn íofurlitlum
kofa í útjaðri borgarinnar, þar sem amma varð að gjöra öll
húsverkin sjálf og afi að ganga heila mílu í„vinnuna. Dettur
þér í hug að nokkur af stúlkunum hérna myndi giftast ein-
hverjum okkar með það kaup eða vonir um kaup sem við nú
höfum og þó er það þrefalt við það sem afi hafði þá? Væri
það sanngjarnt af nokkru m manni að œtíast tilþess, eða einu-
sinni trúlofast stúlku, meðan hann er ekki viss um að geta
séð henni fyrir góðu heimili? Tökum mig til dæmis, sem enn
á eftir nokkur ár 1' skóla, og að því búnu óviss um stöðu eða
verð kannskeaðbíða eftir henni. Hvaðasiðferðilegan rétt hefði
tilað skuldbinda nokkra stúlku tilað giftast mér einhverntíma,
hversu heitt sem ég ynni henni, og þannig máske spilla fyrir
henni miklu vissariog betri framtíðartækifærum?“ sagði hann
og ég sá eina stúlkuna roðna og líta hastarlega undan, hvort
sem það var nú tilviljun eða ekki. Engin tók samt eftir því
nema ég. Það varð stundar þögn. Ég vissi að mér var ætl-
að að svara og sagði því:
,, Það var ódýrara að lifa þá en nú, En svo er þetta
einungis það sem stúlkur hafa æfinlega gjört —treyst þeim
sem þœr hafa elskað hvort sem þeir hafa átt nokkuð eða ekki
neitt og beðið eftir þeim takmarkalaust þegar þéss gjörðíst
þörf. Og sé manninum alvaraog stúlkan full þroskuð, finnst
mér að hann ætti að vera hreinskilinn, og segja hanni frá
kringumstœðunum eins og þœr eru, og þannig gefa henni
kost á að ráða fram úr því, hvort hún vilji bíða eða ekki. Ég
hefi þekt margar stúlkur um mína daga og ætíð komist að
raun um að þcer eru fúsar að bíða í það óendanlega eftir þeim
semþœrunna. Hinns vegar vildi ég alvarlega vara alla við
aðjrlusta i nokkrar þœr raddir.sem telja þá ungu, hvort held-
ur pilta eða stúlkur, frá að keppa eftir þeim brautum, sem til
mentuna og menningar leiða, því þeir sem það gjðra, bera ekki
hina sönnu velferð slíkra námsmanna eða kvenna alvarlega
fyrir brjósti, nema því að eins að fyrir því sé full vissa, að