Freyja - 01.09.1909, Blaðsíða 20
44
FREYJA
XII 2.-3.
að gleyma þessura ógeðfeldu atriðum æti sinnar. En nú gat hún
þ;ið ekki lengur, nú var hún knúð til að hugsa. Samt vissi hún að
Rossi myndi fyrirgefa sér, segja að aðrir hefðu syndgað meira á
móti sér en hún á móti öðrum. „En nei, það er ómögulegl,“ sagði
hún hálf hátt og reis nú upp við olnboga/ Baróninn heyrði til
liennar og flýtti sér þegar inn til hennar, og er hann sá hana liggj-
andi á gólfinu, tók hann hana upp, lagði hana í legubekkinn og
sagði:
„Eg get aldrei fyrirgefið sjálfum mér hlutdeild mína í þessu
máli ef þú tekur þér það svona nærri."
Ilún fitlaði fyrst þegjandi við umgjörðina á mynd föður síns
og sagði svo. „Eg skilnú, að ég get ekki orðið farsæl. Sérhverri
synd fylgir tilsvarandi hegning, hversu lítinn þátt sem maður
sjílfur hefir tekið í lienni og máske guð ætli mér að afplána synd
irmínar á þennan hátt. En það er þungt, næstum þyngra en svo,
að ég fái það af borið—en við því verður ekki'gert. Verst er þó að
saklausir líða við það líka. —Hann sem unni mér og treysti. Ást
okkar liefir verið milnusteinn um háls honum síðan fyrst við sá-
umst og máskeer hann nú í fangelsi.“
Lengra komst hún ekki fyrír ekka 0g andköfum. Baróninn
reyndi að hugga hana, kvað tilfinningar hennar kvenlegar og
eðlilegar. En tíminn mundi lækna þetta eins og alt annað.
„Róma,“ iiölt baróninn áfram. ,,Þú hefir misboðið tilfinning-
um mínum og svívirt mig í viðurvist margra og þó ert þú eina
manneskjan í öllum heiminum, sem ég kæri mig nokkuð um. Þig
ætla ég að gjöra konu æðsta embættismannsins á Italíu næst kou-
unginum ogþá gleymast þessar sorgir."
,;Eg get ekki gleymt og mig langar einungis tii að vera góð
leyíðu mér það og láttu mig vera.“
„Þú ert góð og hefir ætíð verið það. Það sem liggur svoþungt
á samvizku þinni var eingöngu mér að kenna. Eg tók þig með
þeim tilgangi að kvongast þér þegar ég yrði frjáls að gjöra það,
en er það drógst og þú varst að verða lögaldra.vaxa út úr höndun-
um á mér, þá óttaðist ég að aðrir yngri menn ogfrjálsari yrðu hlut.
skarpari og tók því þetta ráð til að binda þig. En hafi þessi mað.
ur,“ og hann benti á standmyndina af Rossi, „komist upp á milli
okkar, þá flýttu þér að gleyma honum. Máske er hann nú í hönd-
um stjórnarinnar og guð geli að svo sé. Nú verður einkis mannorðj
hætt í satttbandi við það— ummæli hans gegn vissum persónum
eru gleymd, og losni stjórnin með honum við hættulegan andstæð