Freyja - 01.09.1909, Blaðsíða 46
71
FREYJA
XII. 2.-3
korn af þjóS þeirri sem hér er að myndast, getum vér með
samtökum gjört nokkuð, og mikið meira en vér œtlum. Vér
verðum að komast í nánara samband við hérlendu þjóðina er
vinnur að sömu málum og vér, og nú höfum vér meðal vors
þjóðflokks mentaðar konur og stúlkur, sem geta gengist fyrir
þessari hreyfingu og haldið henni fram til sigurs og sœmdar,
Með þessi einkunnarorð Susan B. Anthony’s í huganum;
Failure is impossable, og alheimssamtök þau er nú eiga sér
stað, meigum vér ganga ótrauðar að verki, vitandi fyrir víst,
að málefni vort er gott!
Þess verður getið sem gjört er.
,,Þess verður getið sem gjört er. “ —þess ætti æfinlega
að vera getið, sérstaklega, varði það fólk í stórum stíl til ills
eða góðs. Oss er ánægja að geta þess hér, að Unítaraprest-
urinn séra Rögnvaldur Pétursson, fiutti rœðu um ,,Kvenrétt-
indamálið“fyrir söfnuði sfnum í Unítarkyrkjunni sunnudaginn
22 ágúst s. 1. Ræða sú var ekki flutt málinu í hag út i loft-
i%, rétt til að' þóknast einkverjum. heldur var þar rökfrœðis-
lega sýnt og sannað, að sú hreyfing væri réttmœt og eðlileg
framþróun mannsandans. Þar sé ekki um neina óeðlilega
verkaskifting aðræða, og hluttaka kvenna í öllum umbóta og
framfaramálum heimsins, sanni hæfileika þeirra til að taka
þátt í stjórnmálum og réttmœti kröfunnar um að gjöra það.
Rœðan var undanteknmgarlítið svo sanngjörn og góð, að vér
Unítarar höfum fulla ástæðu, til að vera upp með oss af því,
að prestur safnaðar vors skyldi flytja hana, að minsta kosti
þeir af söfnuðinum semunna konum jafnréttis við karlmenn.
Oss hefir verið sagt, að sama sunnudag að morgni hafi
séra Friðrik J. Bergmann talað um sama máleíni og farið um
það vingjarnlegum og hlýjum orðum.
Séra Jón Bjarnason mun fyrstur Vestur-Isl. hafa farið
fram á að kvenfólk hefði jafnrétti innan vébanda Ísl.-Lútersku
kyrkjunnar, og ef oss minnir rétt, minst á það í víötœkari
merkingu í Sam. fyrir nokkrum árum. Séra Steingrímur N.
Thorláksson í Selkirk ásamt konu sinni voru fyrst eða með
þeim allra fyrstu að rita nöfn sín undir bænarskrá um jafnrétti
kvenna, ervér f nafni ísl. Hvitabandsins í Wpg. unnum fyrirj’