Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Qupperneq 1
Formálsorð
Á prestafélagsfundi Hólastiftis, 12. okt. 1968, var sam-
þykkt að gefa út þriðja hefti af riti félagsins, „Tíðindum",
í tilefni af 70 ára afmæli þess. — í útgáfunefnd voru kosnir:
Séra Gísli Kolbeins, Melstað, séra Jón Kr. ísfeld, Bólstað og
séra Kristján Róbertsson, Siglufirði.
Á fundi prestafélagsins 15. ágúst 1970 voru kosnir til við-
bótar í nefndina séra Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, Ak-
ureyri, og séra Þórhallur Höskuldsson, Möðruvöllum. Kom
í hlut þeirra síðastnefndu að hafa með höndum framkvæmd-
ir ritverksins.
Vér viljum þakka öllum þeim, sem greitt hafa götu Tíð-
inda, biskupi íslands, lierra Sigurbirni Einarssyni og öðrum
höfundum ritsins, svo og Kirkjuráði, fjárveitinganefnd Al-
þingis og þeim fyrirtækjum og stofnunum, sem stutt hafa
útgáfuna.
Nefndin samdi við Prentverk Odds Björnssonar h.f. á
Akureyri um útgáfu ritsins og viljum við undirritaðir flytja
prentsmiðjustjórunum Sigurði O. Björnssyni og Geir S.
Björnssyni og starfsmönnum þeirra beztu þakkir fyrir ágæta
samvinnu og fyrirgreiðslu.
í öðru hefti Tíðinda 1959 var vandlega rakin saga Presta-
félags Hólastiftis. — í þessu hefti birtist lesefni um trú og
kirkjumál, sem á einn eða annan hátt er í tengslum við kirkj-
ur og söfnuði á félagssvæðinu. Biðjum við Tíðindum bless-
unar Guðs inn á heimilin og í hendur lesendanna.
Á aðventu 1970.
Gisli Kolbeins,
Jón Kr. Isfeld,
Kristján Róbertsson,
Pétur Sigurgeirsson,
Þórhallur Höskuldsson.