Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 2
HERRA SIGURBJÖRN EINARSSON:
PRESTAFÉLAG HÓLASTIFTIS 70 ÁRA
1899- 1969
Afmæliskveðja
Þegar ég hugsa til Prestafélags Hólastiftis og gegni þeirri
ljúfu skyldu að senda því afmæliskveðju í Tíðindi sín, finnst
mér um skammt að minnast þess, er sextugsafmælið var há-
tíðlegt haldið. Bjartar stundir á Sauðárkróki og heima að
Hólum eru ferskar í minni.
En margs er að minnast, þegar litið er yfir árin og staldrað
við í leiðinni. Einkum verða skörðin skýr. Margir eru horfn-
ir af vettvangi, úr starfi eða héðan af heimi. Þökk sé þeim,
lífs og liðnum. Drottinn blessi þá.
Mennirnir koma og fara. En merkið stendur. Þegar fé-
lagið heldur inn á áttunda tug ára sinna, nýtur það öruggr-
ar forustu og er vel skipað liðsmönnum. Það mætti gleðja
þá, sem forðum gengust fyrir stofnun félagsins. Ég samfagna
þeim og öllum, sem fyrr og síðar hafa starfað undir merkj-
um þess, borið það fyrir brjósti, gert sér vonir um og unnið
að því, að það mætti verða tæki til þess að gera sveit norð-
lenzkra presta samhentari, virkari og styrkari í starfi.
Félagið var stofnað í því skyni að treysta bræðraböndin
og verða prestum fjórðungsins til gagnkvæmrar örvunar,
stuðnings og vakningar. Af því skyldi trúarlíf og safnaðar-
starf frjóvgast og glæðast.
Norðlendingar höfðu þá tekið forustu meðal landsmanna
í félagsmálum. Þeir urðu öðrum fyrri til þess að skilja gildi
samtaka og beita mætti þeirra til að hrinda fram umbótum.