Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 4
8
T í Ð I N D I
Það var sem hin norðlenzka jörð kæmi óskaddaðri undan
vetri og tæki betur við sér, þegar vorbatinn var að koma í
landið.
Prestarnir nyrðra höfðu mikil afskipti af almennum mál-
um. En hinir fremstu þeirra gerðu sér glögga grein fyrir
því, að vonin um gróandi þjóðlíf átti sitt eina, örugga hald
og traust í grunni helgrar trúar. Vakandi viðnárn kristinnar
kirkju gegn andlegri mengun, lífræn viðbrögð við nýjum
viðhorfum, sóknarhugur í dögun nýrrar aldar, þetta var
krafa stundarinnar, þetta vakti fyrir þeim, sem fylktu liði
til sóknar fyrir sjötíu árum.
Vér virðum Iramtak þeirra og viðleitni, þótt vér hljótum
að meta margt á annan veg en þeir gerðu og þó að bilið
milli hugsjónar og veruleiks yrði nokkurt, eins og löngum
hefur orðið og verða vill.
En hugmyndin um nánari samtök norðlenzkra presta var
ekki ný. Hún var a. m. k. aldargömul. Ef til vill fæddist
hún af sársaukanum, sem varð, þegar biskupsstóll Norð-
lendinga var lagður niður, prestaskólinn og prentsmiðjan
numin fjrott, Hólar gerðir að rúst. Þegar Ebenezer Hender-
son, sá næmi og blessaði maður, ferðaðist hér um, varð hann
glöggt var við þessa svíðandi und í hugum manna nyrðra.
En hann fann líka áhuga á framkvæmanlegum málum. í
júlímánuði 1815 gisti hann að Hvammi í Laxárdal hjá síra
Vigfúsi Eiríkssyni, ungum manni þá. „Það hefur lengi verið
ósk hans,“ segir Henderson, „og margra stéttarbræðra hans,
að haldinn væri á Norðurlandi árlegur fundur, er þeir prest-
ar sæktu, er til þess fyndu sig knúða, í því skyni, að þeir
veittu hver öðrum hvatningu til þess að vinna Drottni. Eins
og ástatt er fyrir prestum á íslandi, þar sem þeir eru útilok-
aðir frá samneyti hver við annan, finna þeir lítið til þess, að
þeir séu sameiginlega að gegna einu og sama hlutverkinu.
Er hætta á því, að hið mikla takmark hverfi í þoku, jafnvel
þó að það hafi eitt sinn verið í augsýn, en þar af skapast sorg-
legt skeytingarleysi, ef ekki beinlínis guðleysi. En ef þeir