Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 12
F ermingardrengurinn
Minning séra Friðriks Friðrikssonar.
Við lát hins mikla æskulýðsleiðtoga, séra Friðriks Frið-
rikssonar, rifjast upp hjá mörgum drengjum hans góðar og
helgar æskuminningar. Og þó að hann starfaði eigi hér í
Húnaþingi, dvaldi hann þó þar í æsku og Norðurland var
honum heilög jörð.
Hann dvaldi með foreldrum sínum á Svínavatni frá fO
ára aldri. Faðir hans, Friðrik Pétursson, smiður, smíðaði
Höskuldsstaðakirkju, sem ber vott um mikinn hagleik lið-
inna kynslóða, svo að eigi voru aðrar kirkjur reisulegri né
fegurri þá. Að lokinni þessari kirkjusmíði, hóf hann bygg-
ingu Svínavatnskirkju, en lauk henni eigi, því að hann varð
veikur í ferð til Höfðakaupstaðar og andaðist á Höskulds-
stöðum aðfangadag jóla 1880.
Móðir séra Friðriks, Guðný Pálsdóttir, varð og veik á
þrettándanum 1881 og lá síðan 8 ár. Hún komst síðan til
heilsu og andaðist í hárri elli hjá syni sínum, Friðrik. Heim-
ili hennar var nú leyst upp og fóru börn hennar á ýmsa staði.
Séra Friðrik, sem var elztur, fór sem smali að Síðu í Hösk-
Grein eftir
PÉTUR I>.
INGJALDS-
SON.
Sera Friðrik
Friðriksson og
greinar-
höfundur.