Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 14
18
T I Ð I N D I
Öllum miðlaði hann af trú og þekkingu sinni með hóg-
værð og skapfestu án allra trúardeilna. Hann var lítillátur
þjónn sinnar samtíðar, sáðmaður, sem Guð gaf útvöldum.
Og uppskeran varð mikil, blómlegt starf K.F.U.M. og K.,
sumarstarf í Vatnaskógi, og hafa mörg menningarfélög átt
rætur sínar að rekja til þessara félaga. Þá l)er að minnast
kvöldskóla K.F.U.M.. Séra Friðrik var ágætur kennari, er
kenndi mörgum skólapilti fyrir lítið eða ekkert gjald, og
var ég einn í þeirra tölu.
Ungur minnist ég jólahátíðar í K.F.U.M. fyrir meira en
40 árum. Þá kveikti séra Friðrik á íslenzku grenitré. Þetta
þóttu mikil undir, einstæð sjón á Islandi. Svo er nú eigi í
dag, því að trú manna hefur vaknað á að klæða landið.
Eigi er farið svo vítt um land, að ekki sé hafin æskulýðs-
starfsemi, og menn telja hana þjóðarnauðsyn, þeim er erfa
skulu landið. Má eigi rekja þessa starfsemi til áhrifa frá
starfsemi Kristilegs félags ungra manna, er séra Friðrik stofn-
aði og stjórnaði um áratugi?
Sá veldur miklu, er upphafinu veldur og er brautryðjandi,
en það er séra Friðrik. Margur maður og kona á þessum öld-
ungi margt að þakka, og blessa minningu hans.
Grenitré hafa nú verið gróðursett í hinum gamla kirkju-
garði. Lítið grænt tré stendur nú ef til vill á leiði föður hans,
en á fyrir sér að stækka, þó að eigi sé jrað hátt í loftinu. Það
er eins og ungi fermingardrengurinn, er innra bar með sér
brennandi þrá til góðrar menningar og trúði á handleiðslu
Guðs, munaðarlítill, hinn ískalda vordag á Höskuldsstöð-
um 1881.
í Saurbæ við Hvalfjörð stendur kirkja séra Hallgríms Pét-
urssonar, þar sem hann dvaldi í mörg ár eftir langa og starf-
sama ævi, og vann þar sín andlegu afrek. Handan Saurbæjar-
hlíðar er kapella séra Friðriks Friðrikssonar, í Vatnaskógi,
þar sem hann starfaði sem trúr þjónn drottins með kærleik
til allra sinna meðbræðra.