Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 15
Heim að Hólum
Allir kannast við orðatiltækið: Heim að Hólum. — Það
myndaðist um leið og sagan hófst af þessum stað í þjónustu
kirkjunnar.
Fyrsti biskup á Hólum,
Jón helgi Ogmundsson,
mælti svo fyrir, að liver
maður í biskupsdæmi sínu
sækti heim höfuðkirkjuna
á Hólum einu sinni á ári,
ef hann mætti því viðkoma.
I'essa „pílagrímsför“ á forn-
helgan stað Hólastiftis,
væri okkur, Norðlending-
um, hollt og skylt að endur-
vekja í þeirri mynd, sem í nútímanum hæfir bezt.
Á sumrin sækja menn í sumarleyfum og um helgar merka
og fagra staði sér til hressingar. Hólar eru þar í sérstöðu.
Auk þess að vera tilkomumikill og sérkennilega fagur stað-
ur, er hið forna biskupssetur einn helgasti og markverðasti
staðurinn á öllu landinu. Þangað skyldi hver maður ganga
í þökk og tilbeiðslu og finna sálu sinni frið.
Á fundi prestafélagsins í sumar (15. ág. ’70), sem haldinn
var að Löngumýri í Skagafirði, var rætt um, að prestar
skipulegðu hópferðir með kirkjukórum sínum og organist-
um í kynnis- og messuferð til Hóla um hásumarið. Þegar
hafa nokkrir prestar á Norðurlandi efnt til slíkra ferðalaga.