Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 18
ÞÓRIR STEPHENSEN:
Nýr vígslubiskup vígður á Hólum í Hjaltadal
Sunnudagurinn 24. ágúst 1969.
Á Hólahátíð, sunnudaginn 24. ágúst 1969, var sr. Pétur
Sigurgeirsson, sóknarprestur á Akureyri, vígður til vígslu-
biskups Hólabiskupsdæmis í dómkirkjunni á Hólum.
Allur þorri norðlenzkra presta kom til vígslunnar, einnig
nokkrir úr Skálholtsbiskupsdæmi. Þá var og boðinn til vígsl-
unnar herra Hinrik Frehen, biskup rómersk-kaþólskra á
íslandi. Kom hann ásamt kapellán sínum.
Hin aldna dómkirkja var þéttskipuð fólki, og margir
hlýddu á athöfnina í hátölurum úti fyrir og inni í skólahús-
inu. Forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, og frú hans,
Halldóra Eldjárn, voru viðstödd athöfnina í kirkjunni,
sömuleiðis kirkjumálaráðherra, Jóhann Hafstein, og frú
hans.
Athöfnin hófst kl. 2 e. h. Þá var hinum miklu klukkum
Hólaturns samhringt, og skrúðganga andlegrar stéttar manna
gekk frá skólahúsinu til kirkju. Eyrstir gengu hempuklædd-
ir prestar, tveir og tveir. Rétt á eftir þeim komu tveir yngstu
prestar stiftisins, þeir sr. Einar Sigurbjörnsson og sr. Þór-
hallur Höskuldsson. Voru þeir biskupssveinar, famuli. Á
eftir þeim komu skrýddir prestar þeir, er þjóna skyldu fyrir
altari, svo og vígsluvottar. Næstir þeim gengu Landakots-
biskup og kapellán hans, en þá vígsluþegi og vígslubiskup
Skálholtsstiftis, séra Sigurður Pálsson. Síðastur gekk biskup
íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, í fullum skrúða.