Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Blaðsíða 20
24
T í » I N D I
Bæn í kórdyrum flutti meðhjálparinn, Guðmundur Stef-
ánsson bóndi á Hrafnhóli. Messusöng allan flutti Kirkjukór
Akureyrarkirkju við undirleik söngstjóra síns, Jakobs
Tryggvasonar. Einsöng söng Sigurður Svanbergsson. Altaris-
þjónustu í upphafi höfðu sr. Stefán Snævarr prófastur á
Dalvík og sr. Björn Björnsson, dómprófastur á Hólum. Sr.
Sigurður Guðmundsson, prófastur á Grenjaðarstað, lýsti
vígslu. lagði hann út af Jesaja 52, 7. Hann las einnig
æviágrip vígsluþega, sem birtist í októberhefti Kirkjurits-
ins 1969. Er hann lauk máli sínu, var sungið versið: „Lofið
Guð, ó, lýðir göfgið hann,“ en á meðan gengu þeir fyrir alt-
ari, biskup Islands og vígslubiskup Skálholtsstiftis, sem að-
stoðaði við vígsluna. Biskup flutti hið latneska vígslutón og
síðan vígsluræðuna og lagði út af orðunum: „Guði séu þakk-
ir, sem gefur oss sigurinn fyrir drottin vorn Jesúm Krist.
(1. Kor. 15, 57).
Þá lásu vígsluvottarnir fjórir ritningarorð: Séra Gunnar
Gíslason alþingismaður í Glaumbæ, séra Pétur Þ. Ingjalds-
son prófastur í Höfðakaupstað, séra Friðrik A. Friðriksson,
præp. hon. á Hálsi og séra Marinó Kristinsson prófastur á
Sauðanesi. Milli lestranna var sunginn sálmurinn: „Andi
Guðs lifanda af himnanna hæð.“ Þá fór fram sjálf biskups-
vígslan. Vígsluþegi vann heit sitt og veitti biskupskrossinum
viðtöku. Var hann skrýddur biskupskápu þeirri, er keypt
var fyrir vígslu sr. Hálfdáns Guðjónssonar árið 1928. Bisk-
uparnir og vígsluvottarnir lögðu svo hendur yfir hann.
Hinn nývígði biskup sté þá í stólinn og prédikaði út af
texta dagsins, Mark. 7, 31—37. — F.ftir prédikun þjónaði
fyrir altari sr. Birgir Snæbjörnsson á Akureyri og sr. Jón Kr.
ísfeld á Bólstað. Þá var altarisganga. Að lokum var sunginn
þjóðsöngurinn. Eftir messu nutu menn veitinga heima á
staðnum, eu kl. 5.30 var samkoma í kirkjunni á vegum
Hólafélagsins.
Um kvöldið buðu kirkjumálaráðherra og frú hans til veg-
legrar veizlu í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Um