Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 28
32
T í Ð I N D I
framhjá sjónarvottum, og meðal lærisveinanna voru þeir, er
þetta festu á bókfell, eða sögðu þeim frá er rituðu. — Þess
vegna er það til okkar komið og kunnugt í dag. —
Sjúkdómsmeinin voru ekki hið eina, er þjáði hina van-
heilu, heldur óttinn um að meinin þeirra væru merki um
vanþóknun Guðs. — Þeirri skoðun vísaði Jesús algerlega á
bug og sagði þvert á móti, að á þeim myndi dýrð Guðs opin-
berast.
„Mun hann (Guð) ekki sjá þeim farborða til himnaríkis,
sem ekki hafa skuld í því, að þeir geta ekki Guðs orð heyrt,“
— sagði Jón Vídalín um hina daufu. — „Guð er réttlátur,“
— heldur hann áfram, — „og þó undir eins miskunnsamur.
Það er ekki líkt honum, föður gæzkunnar, að hann muni
heimta reikningsskap af því pundi, er hann ekki fékk nein-
um í hendur,“ — segir Vídalín einnig.
Lækningar Jesú, er fá svo yfirgripsmikið rúm í frásögu-
þáttunum af honum, eru, auk þess að vera hjálp hverjum
einstakling, — táknið um það, hver hann er.
Það sagði hann, eins og skrifað stendur hjá Mattheusi. —
Menn Jóhannesar skírara komu til Itans og spurðu, hvort
hann væri hinn fyrirheitni Messías, eða annar væri væntan-
legur. Þá svaraði Kristur:
„Farið og kunngerið Jóhannesi það, sem þið heyrið og
sjáið: — Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og
daufir heyra og dauðir upp rísa og fátækum er boðað fagn-
aðarerindið." (Matth. 11, 5).
Þessa áherzlu lagði Jesús á miskunnarverkin, og hvað sem
hann sagði eða gerði, fólst í því einhvers konar lækning,
hvort heldur sem um var að ræða fyrir sál eða líkama. —
„Allur læknisdómur kemur frá hinum hæsta.“
Þetta varðar kristindóminn mestu í dag, sem kveður upp
úr með Jiað, sem þeir sögðu, er þetta kraftaverk sáu: Allt
hefir hann gert vel. Þannig mælir Davíð frá Fagraskógi í
fögru ljóði, er hann yrkir um Krist og kallar það. Flann
bætir allt.