Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Side 31
T í Ð I N D I
35
orðið til. Hann þreifar eftir hendi minni, og vill ekki sleppa
henni aftur. Þá fer ég að segja honum og öðrum, sem þarna
eru hjá, að það sé Jesús Kristur, sem hafi boðið doktornum
og konu hans að fara til Ogowe, og að hvítir menn í Evrópu
gefi okkur það, sem við þurfum tii þess að iifa hér og stunda
sjúka.“ ("Bókin um Albert Schweitzer, bls. 116).
Hið innra líf mannsins var ekki síður blessað af Meist-
arans höndum. Hann frelsaði sálina úr viðjum syndanna. —
Ég vil benda á dæmið, þegar komið var til hans með lama
manninn. — Er hinn sjúki lá þar máttvana við fætur Jesú,
leiftraði um hann ljós fyrirgefningarinnar, er hann heyrði
orðin: „Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru
fyrirgefnar."
Oft er mjótt bilið milli líkamlegra og andlegra meina. —
Þegar sálin hefir verið læknuð, eins og hér átti sér stað, þá
kom einnig lækning hins sjúka líkama. — Heimurinn hlust-
ar ekki á bæn tollheimtumannsins. Grimmur, harðsnéiinn
heimur þekkir ekki miskunn. En faðir miskunnsemdanna
og Guð allrar huggunar hefir heyrt ákallið og komið með
svarið. Valdið er í orði Jesú, andinn og mátturinn frá Guði.
„Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum vel-
gjörðum hans, sem fyrirgefur allar þínar misgjörðir, læknar
()11 þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni og krýnir þig náð
og miskunn." (Davíðs sálm. 103).
Þessi er læknisdómurinn og með okkur alla daga. — 1 guðs-
þjónustunni er verið að gefa okkur náðarmeðalið. — Það er
hér til reiðu án allra skilyrða, eða verðleika. — Það eitt opn-
ar leiðina frá Guði, að við finnum löngun okkar og þörf til
að vilja biðja hann og þiggja náð hans.
Ég vil, ó, ég vil, að minn vilji sé þinn,
og verða þér líkur, ó, frelsari minn.“
------- (M. Joch.).