Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 32
36
T í Ð I N D I
Biblíuna boðum við, a£ því að hún varðveitir og flytur
þetta orð. — Þar er því safnað saman, og þar lýsir það eins
og gimsteinninn, eins og sjálft sólarljósið. — Á Hólum í
Hjaltadal var þessi helgidómur helgidómanna fyrst gefinn
íslenzku þjóðinni á tungu feðranna, og af því ber þetta hús
með réttu nafnið „hús dásemdanna“.
Eins og Guðbrandur Þorláksson kom þessu verki í fram-
kvæmd, og við erum í því ljósi,eins var það Kristur, sem
kom fram í guðskraftinum og sagði: Effata, opnist þú, —
hjarta þitt og mitt. — Þetta er kraftaverk allra tíma og hver
sem hjálpar orðinu að ná fram að ganga er liðsmaður Meist-
arans frá Nazaret. — Og hvað er betra en að vera boðberi
hans, sem allt gerir vel, sem bætir allt?
Hann læknar. — Amen.
Guð
Vér, mannanna börn, erum Guðs börn kölluð. Það er að
segja: Vér eigum þá fagnaðarríku vissu, að vér megum nálg-
ast Guð sem föður, að vér heyrum honum til, að vér skulum
fara með allt það, sem gerir oss glaða og einnig allt það, sem
hryggir oss, alla gleði og alla sorg, alla sekt og allan harm
til hans og láta það eftir hjá honum, svo að ekkert, hvorki í
lífinu né í dauðanum, sé megnugt þess að gera oss viðskila
við Guð, föður vorn.
Niemöller.
(Ur bókinni: Fylg þú mér)