Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Síða 33
Bænarhvöt
Á hljóðri stund oss helgur andi leiðir
á Herrans fund.
Þá játum trú, er götu vora greiðir
og grípum styrka mund
Drottins, sem oss beztan veginn velur
og vizku gefur þá,
sem í sér lífið eilíft, fegurst felur,
— já, finna hver það má,
sem biður heitt og vakir verði á.
Bolli Gústavsson.
X
Um sálminn: Hér stendur það hús
Höfundur sálmsins „Hér stendur það hús“ Anders J. Reitan, var
norskur barnakennari, forsöngvari og skáld (1826—1872). Sálmurinn er
vinsæll í Noregi og Danmörku. Skáldið segir sögu kirkjunnar í sínu
landi á þann hátt, að ekki á síður við ísland. Hið vígða hús er honum
ímynd þeirrar kirkju, sem hefur verið athvarf kynslóðanna og enn og
um aldur hefur æðstu blessun að færa. — Þýðing sálmsins, er birtist á
bls. 38—39 hér á eftir, er gerð af herra biskupnum Sigurbirni Einarssyni.
Þriðja versið er þó frumort. Þýðingin er tileinkuð Prestafélagi Hóla-
stiftis sjötugu.
«
Nótur handskrifaðar
Séra Friðrik A. Friðriksson, fyrrv. prófastur og formaður Prestafélags
Hólastiftis 1968—’70, hefir skrifað allar nótur, sem birtast í heftinu og
íellt texta þeirra að nótnastrengjunum. Verk þetta er mikil nákvæmnis-
vinna, og fáum gefið að skrifa fallegar nótur. Eins og sjá má, hefir séra
Friðrik unnið verkið meistaralega, og eru honum færðar alúðarþakkir
höfundanna og ritnefndarinnar.