Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1971, Page 38
GÍSLI H. KOLBEINS:
Hugleiðingar um uppruna
Nýja-testamentisins
Vér, kristnir menn, eigum Biblíuna að trúarbók. Hún er
vort leiðarljós, og á helgum dögum hugleiðum vér efni
hennar oss til andlegrar uppbyggingar. En á bak við béjkina,
Biblíuna nn'na eða þína, er mikil
saga. Sú saga er bæði fróðleg og
fjölbreytt. Hún verður ekki öll
s()gð í einni smáritgerð né heldur
í einni bók. Ætlun mín í þessari
ritsmíð er að draga frarn fáein at-
riði, sem stuðluðu að því hvernig
Nýja-testamentið var skráð og
viðurkennt sem trúarbók krist-
inna safnaða.
Þegar vér flettum blöðum þess
og lesum um Frelsara vorn, Jes-
úm Krist, sjáum vér, að rit
Gamla-testamentis voru trúarrit
hans. Á hvíldardögum las hann
úr þeim, „Lögmálinu og Spámönnunum,“ og útskýrði efni
þeirra fyrir lærisveinum sínum.
Ekki er að efa, að lærisveinarnir fengu þannig fyrirmynd
að fara eftir. Guðsþjónustur þeirra í frumkristninni hafa
að öllum líkum verið með svipuðu sniði og þeir þekktu.
Hiklaust skulum vér gjöra ráð fyrir, að kenningar Jesú og